Ráðið gegn öfgaháu matarverði: Borðið skordýr!

Útvarp Saga hefur áður greint frá þrýstingi loftslagsdómsdagsmanna að skipta út kjöti sem mannafæðu og snæða skordýr þess í stað. Nú hefur enn einni röksemdinni verið bætt í vopnabúr dómsdagsliðsins: hömlulaust matarverð ofan á raforku- og eldsneytisdrifna verðbólgu. Nýsprottin fyrirtæki beina markaðssetningu að fjölskyldum með veikan fjárhag – „Láttu endana ná saman með því að borða engisprettur!“

Margar fjölskyldur berjast í fjárhagskröggum vegna okurverðs á rafmagni, eldsneyti og matvælum. En með því að hætta að borða venjulegan mat í áföngum og skipta yfir í bragðgóðu skordýrin „Yum Bugs“ – verður hægt að spara útgjöldin.

Verslunarkeðjan Alda kynnir hina nýja vöru sína af fullum krafti m.a. í sjónvarpsauglýsingum, sem „næsta stórbreytingu“ í matvælabransanum. Eigendur viðskiptahugmyndarinnar eru Aaron Thomas og Leo Taylor og eru þeir báðir sannfærðir um að varan muni slá í gegn.

Thomas og Taylor eru ekki þeir einu sem reyna að finna nýju mannsfæðunni brautargengi. Nokkur önnur sprotafyrirtæki reyna einnig að sannfæra vesturlandabúa um, að skordýr séu matur framtíðarinnar.

Fólk á að „kjötskammast sín“ og borða pöddur til að „leysa fjármálakreppuna“

Þar til nýlega beindist markaðssetningin að mestu leyti að því að skapa sektarkennd hjá þeim sem snæða kjöt og fá neytendur til að „kjötskammast sín“ með CO2-fótsporssleggjunni og meintri hlýnun andrúmsloftsins sem kjötát er sagt hafa í för með sér. Nú kemur fjármálakreppan sem gjöf frá himnum ofan til að selja inn skordýramatinn, sem er ódýrari en mannamatur.

Í Stóra-Bretlandi njóta bragðgóðu pöddurnar „Yum Bugs“ hylli ríkisfjölmiðla með kynningu eins og t.d. BBC sem er að framleiða sex þátta matreiðsluseríu þar sem hráefnið er kynnt sem„ljúffengar pöddur af ýmsum gerðum.“ Mismunandi pöddutegundir keppa einnig um bragðhylli neytandans eins og tíðkast í alvöru matargerðarþáttum í dag. Í úrslitaþættinum keppa tveir keppendur um að koma sínum pöddum á markað sem nær til um 1.000 verslana í Bretlandi.

Vilja breyta viðhorfinu til að borða pöddur

Að sögn sjálfvitringa eru skordýr eini „sjálfbæri próteingjafinn“ í framtíðinni og miðar framtakið að því að sannfæra Breta um að svo sé.

„Við höfum það hlutverk að breyta viðhorfi fólks til að borða skordýr. Pöddur eru einn sjálfbærasti próteingjafi heims.“

Það er nokkur sannleikskorn í fullyrðingunni. Engisprettur eru ódýrar í ræktun og þær innihalda 70 % prótein, sem er þrisvar sinnum meira en nautakjöt. Þau innihalda einnig meira járn en spínat og meira kalsíum en mjólk og ýmis önnur næringarefni, vítamín og steinefni.

Aðeins „sjálfbær matur“ í boði þegar jarðarbúum fjölgar í 20 milljarða

Fólksfjölgun er ör í þriðja heiminum og þá er pödduáti lýst sem einu leiðinni til að allir jarðarbúar geti borðað sig sadda. Í samanburði við kjötframleiðslu losar skordýrarækt aðeins tíunda hluta gróðurhúsalofttegunda.

Vesturlönd eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta að borða kjöt í góðum samstöðuanda. Þegar íbúum jarðar fjölgar í 10 milljarða, sem spáð er að gerist eftir nokkra áratugi, þá verður kjötframleiðsla ekki lengur „sjálfbær“ á heimsvísu. Um næstu aldamót gæti tala jarðarbúa hafa tvöfaldast upp í 20 milljarða.

Í markaðssetningunni er hoppandi engisprettum lýst sem „frábærri ofurfæðu.“ Thomas og Taylor eru ákveðnir:

„Við viljum staðla skordýr sem mannamat.“

Aukin sala eftir mikla kynningu

Nokkur árangur hefur þegar náðst. Pöddusalan hefur aukist mikið m.a. til loftslagstrúaðra neytenda eftir að Thomas og Taylor byrjuðu að selja fyrstu bragðgóðu pöddurnar í litlum mæli með svefnherbergið sem atvinnuhúsnæði vegna covid-lokunar. Sjálfir eru Thomas og Taylor gallharðar skordýraætur.

„Við höfum eldað pöddur í nokkur ár. Það byrjaði árið 2017 með tilraunum um helgar í bílskúr foreldra okkar, þar sem við elduðum alls kyns uppskriftir og settum efnið á netið.“

Pöddumaturinn er einnig settur á markaðinn sem „staðbundin ræktun.“ Enn ein rök dómsdagsmanna, þar sem ekki þarf að flytja pöddurnar langar vegalengdir. Ekki er enn á hreinu hversu mörg engisprettubú eru til eða eru í bígerð í Bretlandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila