Svíþjóð ekki lengur sjálfu sér nægt með rafmagn
Eins og sjá má á kortinu sem TV4 sýndi nýlega, þá er hvergi eins slæmt ástand í rafmagnsmálum eins og syðst í Svíþjóð, þar sem allt er kolsvart. Í Staffanstorp er börnum sagt að koma með vasaljós og teppi í skólann. Ríkisstjórn Svíþjóðar hvetur fólk að spara rafmagn til að forðast rafmagnsskammtanir. Svíþjóð var blómstrandi rafmagnsframleiðandi í Skandinavíu með vatnsaflsvirkjunum og kjarnorku en núna verður að flytja inn rafmagn í stórum stíl vegna lokana kjarnorkuvera. Svo þykjast stjórnmálamenn grænu stefnunnar vera saklausir sem bera ábyrgð á rafmagnsskortinum. Í Danmörku er fólk beðið um að taka því rólega með jólaljósin, á Ítalíu þarf að elda pastað með loki á og í Finnlandi er tilheyrir þjóðaríþróttin gufubað fortíðinni.
Ulf Kristersson forsætisráðherra og ríkisstjórnin hvetur Svía til að draga úr raforkunotkun og notar fræga covid-kúrfu til samlíkingar. Það þarf að fletja út rafmagnskúrfuna heitir það núna, sem þýðir að fólk á að breyta matartíma og þvottatímum heima svo allir geri það ekki á sama tíma sem skapar kúrfuna.
Marcus Oscarsson hjá TV4 sagði um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar:
„Það er nokkuð alvarlegt og ríkisstjórnin varpar ljósi á brýnt ástand. Suður-Svíþjóð er verst í Evrópu ef litið er til raforkuþarfarinnar ásamt raforkuframleiðslunni á því svæði“