Rappari drepinn við íþróttaleikvang fullum af börnum í Stokkhólmi

Á miðvikudagskvöld var 18 ára rappari skotinn til bana í Mälarhöjdens IP íþróttamiðstöðinni í suðurhluta Stokkhólms. Hann er þekktur í tónlistarheiminum með milljónir hlustana á Spotify og YouTube. Að sögn lögreglu voru mörg börn og ungmenni á vettvangi. Tilkynning barst lögreglunni laust fyrir kl. 19.00 í gærkvöldi.

SVT greinir frá því, að fjögur lið barna æfðu á vellinum, þegar skotárásin hófst. Á íþróttasvæðinu eru m.a. fótboltavellir, tennisvellir og hlaupabrautir.Þjálfari segir að hræðsla hafi gripið um sig og allir byrjað að hlaupa burtu. Lögreglan lokaði af stóru svæði og gátu örvæntingafullir foreldrar ekki sótt börnin sem lokuðust inni og voru mörg börn innan takmarkana lögreglunnar kl. 21.30 á meðan foreldrarnir biðu fyrir utan eftir að geta sótt þau. Myndaðist algjört öngþveiti fólks og bíla á svæðinu en skotárásin er sögð hafa gerst á bílastæðum við íþróttaleikvanginn. Einn viðstaddur segir samkvæmt Samnytt:

„Það var algjör ringulreið, þetta var virkilega skelfilegt. Maður vill flytja burtu frá Stokkhólmi.“

Lögreglan tók fleiri manns til yfirheyrslu. Sögur ganga um að skotárásin hafi náðst á myndband.

Sjá má meira hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila