„Réttlæti fyrir alla“ – Trump í samstarfi við J6 fangelsiskór sakborninga í nýju lagi

Donald Trump er alls ekki hættur að styðja 6. janúar fangana. Hann er með í nýju lagi sem heitir Réttlæti fyrir alla „Justice for All“ með fangakórnum J6. Tekjur af laginu ganga meðal annars til fjölskyldna fanganna sem eru sakborningar vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar, þar af nafnið J6.

Fær Donald Trump Grammy verðlaun framtíðarinnar? spyr Daily Mail, sem skrifar um nýja fangalagið. Forsetinn fyrrverandi vann með fangakórnum J6 að lagi sem ber titilinn „Réttlæti fyrir alla.“ Samkvæmt Daily Mail er um meðlimi MAGA–hreyfingarinnar að ræða sem fyrir utan að syngja þjóðsönginn heyrast hrópa USA, USA í lokin. Trump les upp hollustueið við bandaríska fánann sem er klippt inn í þjóðsönginn. Lagið var sett út á YouTube, Spotify, Apple Music og aðra miðla s.l. föstudag (sjá neðar á síðunni).

Lagið var tekið upp fyrir nokkrum vikum síðan í Mar-a-Lago bústað Trump í Suður-Flórída en J6 hlutinn var tekinn upp í gegnum síma fangelsishússins að sögn Newsmax. Ed Henry og Kash Patel, fv. embættismaður Trumps í Hvíta húsinu, tóku þátt í verkefninu. Samkvæmt fréttinni renna peningarnir til hóps sem Henry hefur og síðan til fjölskyldna fanga J6 hópsins.

Trump íhugar að náða fangana verði hann endurkjörinn forseti

Trump hefur áður lýst því yfir, að verði hann endurkjörinn forseti, þá muni hann íhuga alvarlega að náða fangana sem enn eru í varðhaldi án þess að hafa hlotið dóm. Sérstök heimasíða er um þá sem haldið er föngum og rætt er um pólitískar ofsóknir og að yfirvöld komi með heimatilbúin gögn til að reyna að fella ákærða. Nýlega afhenti McCarthy forseti Bandaríkjaþings yfir 41 þúsund klukkutíma af myndböndum af mótmælunum við þinghúsið 6. janúar 2022 til Tucker Carlsson hjá Fox News. Tucker hefur lofað að koma með fréttir, þegar hann hefur byrjað að grafa í efninu. Talað hefur verið um að stofna rannsóknarnefnd sem fer grundvallarlega ofan í atburðina við þinghúsið 6. janúar en fangar í varðhaldi án dóms og laga eru taldir pólitískir fangar Biden-stjórnarinnar og hefur varðhaldinu af sumum verið líkt við Gulag samanber heimasíðu fanganna. Þá leitar dómsmálaráðuneyti Bidenstjórnarinnar allra leiða til að kæra Trump vegna 6. janúar, m.a. að láta lögreglumenn kæra Trump og krefjast sekta af honum til að borga spjöll sem unnin voru á þinghúsinu í sambandi við óeirðirnar.

Hér að neðan má hlýða á lagið:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila