RÉTTUR TIL LÍFS

Hallur Hallsson skrifar.

Allir menn eru skapaðir jafnir. Þeir hafa þegið frá Guði réttindi sem ekki verða frá þeim tekin.

Meðal þessara réttinda eru Líf, Frelsi og leit að Hamingju. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna 1776.

Ég leyfi mér að vera talsmaður hins smæsta í veröldinni, viðkvæmasta & undursamlegasta; fósturs í móðurkviði. Þegar sæði frjóvgar egg kviknar ljós & Líf í ljósi verður til, fruman verður að fóstri sem þroskast & verður að barni. Stoltir foreldrar fagna & fjölskyldur gleðjast. Barnið er sköpun Drottins, foreldrum til varðveislu. Líf sitt þiggur barnið að Gjöf frá Drottni, það þroskast & dafnar, færandi hamingju & gleði.

Þú hefur gjört vefi mína, ofið mig í móðurlífi.

Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,

undursamleg eru verk þín.             Sálmur 139:13-14.

Veraldlegur valdhafi hefur ekki leyfi til að deyða fóstur, deyða barn. Það er brot gegn Guði, skapara himins & jarðar,hefur afleiðingar. Örfáir andmæla fósturdeyðingum & rödd þeirra er þögguð. Enginn fjölmiðill nefnir Rétt til Lífs enda óþægileg umræða fyrir þá. Fyrir guðlausum er Líf í móðurkviði félagsleg réttindi kvenna svo af geðþótta megi deyða Líf Af Eigin Holdi. Hversu hörmulegt er að gjöra slíkt?

              Ungar stúlkur láta undan þrýstingi vegna utanaðkomandi pressu & lifa sakbitnar konur allt sitt líf. Dæmin eru óendanlega mörg. Ég held að langflestar konur séu í hjarta sínu andvígar löggjöf frá 2019 um fósturdeyðingar á sjötta mánuði – stálpuðu fóstri. Hvað þá að íslenskar konur séu sammála Katrínu Jakobsdóttur um deyðingu fullskapaðs barns við fæðingu. Það er galið. Í Kaliforníu er í undirbúningi löggjöf um að deyða nokkurra vikna gamalt barn.

              Í fimmtíu ár hefur íslensk þjóð deytt Líf í móðurkviði. Í dag væru um 50 þúsund Íslendingar á meðal okkar, hefðu þeir fengið að lifa. Þjóðkirkjan ver ekki rétt hinna smæstu & viðkvæmustu. Í gær var lekið úr Hæstarétti Bandaríkjanna dómi þess efnis, að svokölluðum Roe gegn Wade dómi frá 1973 verði hnekkt. Fósturdeyðing brjóti gegn Stjórnarskrá Bandaríkjanna, en dómurinn 1973 gerði taldi fósturdeyðingar í samræmi við Stjórnarskrá. 50 milljón Ameríkumenn væru á meðal landa sinna með sömu viðmiðum & hér. Þetta auðvitað er helför okkar tíðar. Það voru vatnaskil þegar Ameríka fór gegn Sjálfstæðisyfirlýsingunni sem Thomas Jefferson samdi 1776; merkilegasta plaggi frá Fjallræðu Jesú Krists. Nú á tímum svívirðir öfgafólk styttur Thomas Jefferson.

Konur sæki ‘…viðeigandi þjónustu…’

Það var að vonum að RÚV færi á límingum þegar tíðindin bárust frá Ameríku. Fremur en fyrrum var ekki minnst á Rétt til Lífs. Konur verða að sækja ‘viðeigandi þjónustu‘ um langan veg, segir Mogginn líkt & drekka vatn. Fjölmiðlar nefna aldrei samtökin Right to Life – Rétt til lífs heldur kalla það íhaldsemi að vilja verja jafn sjálfsögð mannréttindi & rétt til lífs! Réttur til Lífs fer í taugar guðlausra. Sakbitinn löggjafi okkar breytti orðanotkun þegar lögin 2019 voru samþykkt. Í stað fóstur[d]eyðingar kom þungunarrof.

Hinir guðlausu lifa fyrir efnið & veraldleg gæði. Skræða hinna guðlausu eru falsvísindi boðuð af falsfólki. Guðlausir trúa að þeir komi úr myrkrinu þar sem ekkert er. Þeir séu tilviljun, komnir af öpum. Að lífshlaupi loknu hverfi þeir oní myrkrið þar sem ekkert sé. Þessu bulli trúa guðlausir líkt & nýju neti.

              Þetta er auðvitað kolsvört lygi & blekking sem aðeins þrífst í myrkri þar sem Satan býr & klófestir sálir fyrir þjónustu gegn lífi í lúxus. Hið hörmulega er að allt of margir láta blekkjast & selja Satan sálu sína. Skeiðið er stutt & hlið Heljar opnast fyrr en varir. Þetta vissu forfeður okkar. Meðfylgjandi er stutt video til umhugsunar.

Deila