Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir ofbeldisglæpina líkjast hryðjuverkum

Svíþjóð hefur orðið fyrir „ofbeldisverkum sem líkjast hryðjuverkum.“ Það segir ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, Anders Thornberg, á blaðamannafundi á föstudag. Sænska lögreglan íhugar núna að þiggja aðstoð frá hernum. „Við þurfum á öllum kröftum að halda til að ná árangri“ segir Thornberg.

Ofbeldið í Svíþjóð fer versnandi og breiðst út til sífellt fleiri staða. Það kom fram á blaðamannafundi föstudag með Anders Thornberg ríkislögreglustjóra, Katarinu Johansson Welin ríkissaksóknara og Johan Olsson, yfirmanni ríkisaðgerðadeildar lögreglunnar NOA. Thornberg sagði:

„Þetta er slíkt umfang ofbeldisverka í hryðjuverkastíl sem við höfum aldrei séð áður.“

Börn sem drepa

Að sögn ríkislögreglustjórans hefur lögreglunni tekist að koma í veg fyrir fjölda morða að undanförnu og á árinu hafa tæplega 300 manns verið í haldi vegna alvarlegra vopnalagabrota. „Svo marga höfum við aldrei haft áður“ segir hann. Ástandið er „þrungið“ og staðan flækist enn frekar vegna þess að sífellt fleiri börn taka þátt í morðum og árásum glæpahópanna. Thornberg segir:

„Hin grófa glæpastarfsemi færist sífellt lengra niður í árgangana og þróunin er ákaflega varhugaverð. Það eru jafnvel til börn sem sjálf hafa samband við netin til að fá að drepa.“

Getur sent herinn

Undanfarna daga hafa bæði Ulf Kristersson forsætisráðherra og Magdalena Andersson, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, talað um að beita hernum til að binda enda á ofbeldið eins og Svíþjóðardemókratar höfðu áður lagt til. Anders Thornberg segist hafa haft samband við Micael Bydén yfirhershöfðingja að undanförnu til að athuga hvað herinn geti aðstoðað við. Thornberg segir:

„Við þurfum á öllum kröftum að halda til að ná árangri.“

Ríkislögreglustjórinn leggur áherslu á að herinn muni styðja lögregluna, hvorki rannsaka afbrot eða handtaka fólk. Anders Thornberg segir:

„Að hluta til snýst þetta um, ef við lendum í mjög alvarlegum atburðum, þar sem við þurfum mikið af lögreglumönnum á glæpastöðum og á glæpavettvangi, – að við fáum aðstoð hersins við eftirlit, aðstoð við flutninga, farartæki og annað þess háttar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila