Ríkisstjóri Texas beitir innrásarákvæði stjórnarskrárinnar til að stöðva stríðan straum ólöglegra flóttamanna til Bandaríkjanna

Fyrr í vikunni þá tilkynnti ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, repúblikani, að hann myndi beita sér fyrir því, að stuðst yrði við innrásarákvæði í stjórnarskránni til að hindra hömlulausan innflutningi ólöglegra innflytjenda sem streyma inn yfir landamærin frá Mexíkó.

Abbott vitnar í ákvæði bæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna og Texas til að berjast gegn yfirgnæfandi ólöglegum fólksinnflutningi til ríkisins. Þýðir þetta meðal annars, að starfsmenn þjóðvarðliðsins og almannavarnadeildar Texas verða sendar á vettvang til að handtaka og útvísa ólöglegum innflytjendum við landamærin. Abbott tilkynnti á samfélagsmiðlum:

„Ég skírskotaði til innrásarákvæða stjórnarskrár Bandaríkjanna og Texas til að heimila Texas að grípa að fullu til áður óþekktra ráðstafana til að verja ríki okkar gegn innrás.“

„Ég beiti þessu stjórnarskrárvaldi ásamt öðrum heimildum og framkvæmdaskipunum til að halda ríki okkar og landi öruggum.“

Ríkisstjórinn mun einnig senda út vopnuð varðskip til að verja suðurlandamærin og mun skilgreina mexíkanska eiturlyfjahringi sem erlend hryðjuverkasamtök. Einnig þarf að styrkja landamærin með veggnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila