„Rishi Sunak hefði alveg eins getað verið í framboði fyrir World Economic Forum“

Rishi Sunak, 42 ​​ára, verður nýr forsætisráðherra Bretlands. Samkvæmt Brexit foringjanum Nigel Farage er nýr leiðtogi Bretlands „glóbalisti“ alveg út í fingurtoppana. Sunak, sem er einn ríkasti maður Bretlands – til og með ríkari en drottningin – hefði alveg eins getað „verið í framboði fyrir World Economic Forum“ segir Farage (mynd sksk youtube).

Sunak hjónin ríkust í Bretlandi – eiga helmingi meiri eignir en sjálf Elísabet II. drottning þegar hún dó

Á mánudaginn bárust þær fréttir að Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, yrði nýr leiðtogi íhaldsflokksins Tory og þar með einnig forsætisráðherra landsins. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Brexit, spáði því í síðustu viku að það yrði „glóbalisti“ sem tæki við eftir að Liz Truss neyddist til að segja af sér.

Og þannig er það samkvæmt túlkun Farage.

Sænska útvarpið leggur áherslu á að Sunak „verður fyrsti hindúinn og fyrsti ekki-hvíti maðurinn í embættið“ en kannski það sem er áhugaverðara, er að nýi forsætisráðherrann ásamt eiginkonu sinni eru gríðarlega rík með helmingi meiri auðævi en Elísabet II drottning, sem metin var á 370 milljón pund þegar hún lést samkvæmt Washington Post en eignir Sunak hjónanna eru um 730 milljónir punda.

Fyrir nokkrum mánuðum sagði Farage í viðtali við ADHTV að Sunak, sem einnig starfaði fyrir Goldman Sachs í nokkur ár, gæti alveg eins verið í framboði fyrir World Economic Forum. Nigel Farage sagði í ágúst:

„Algjör glóbalisti á öllum sviðum. Hann gæti alveg eins hafa verið frambjóðandi fyrir World Economic Forum.“

World Economic Forum skreytir heimasíðuna með Sunak og hann rekur áróður fyrir Græna samningnum

Sunak, sem er á heimasíðu WEF, sagði á myndbandi frá Ráðstefnu græna sjóndeildarhringsins „Green Horizon Summit“ 2020 sem World Economic Forum birtir á YouTube:

„Áskorun loftslagsbreytinga er skýr og hún er brýn. Við verðum að tryggja jákvæð og sanngjörn umskipti yfir í hreinan núlllosun og vernda umhverfið okkar.“

„En ríkisstjórnin getur þetta ekki ein. Lundúnaborg er ein af fremstu fjármálamiðstöðvum heims með langa sögu um að fjármagna nýsköpun í einkageiranum. Og við munum þurfa fullan stuðning ykkar, alla þekkingu og fjármagn til að standa að baki við þetta mikilvæga alþjóðlega átak. Þessi geiri hefur þegar gert mikið og ég er ánægður með að fagna því á næstu þremur dögum, sem þegar hefur verið gert. En þegar við endurmótum hagkerfi okkar fyrir hreina núlllosun, þá vitum við að við verðum að ganga lengra. Saman.“

Rishi Sunak hefur einnig stuðlað að innleiðingu miðlægs stafræns gjaldmiðils.

Getur ekki tengst verkafólki því hann er svo mikill yfirstéttarmaður

Nigel Farage segir á myndbandi (sjá hér að neðan), að ríkisstjórn Sunak muni þýða stækkun ríkisbáknsins og hærri skatta. Það mun þýða að landið haldi áfram á sömu braut og undanfarin ár. Innflutningur mun einnig halda áfram. „Stöðugleiki“ auðvitað. En engin jákvæð breyting. Nigel Farage fullyrðir:

„Við munum halda áfram með lágan hagvöxt og litla framleiðni. En markaðurinn mun líka við það og við getum kallað það stöðugleika“

Farge meinar að Sunak sé ömurlegur í að tengjast verkafólki, því hann tilheyri yfirstéttinni svo greinilega.

„Hann getur ekki einu sinni talað við fólk. Ekkert mun breytast. Ekkert verður betra. Íhaldsflokkurinn er dauðadæmdur.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila