Heimsmálin: Ritskoðunaröflin að fara á taugum yfir eigendaskiptum Twitter

Óhætt er að segja að ritskoðunaröfl heimsins séu hreinlega að fara yfir um vegna kaupa Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter á dögunum. Musk hefur síðan hann festi kaup á miðlinum þurft að sæta ýmis konar hótunum og þrýstingi, meðal annars frá Evrópusambandinu sem hefur hótað því að loka fyrir miðilinn í löndum sambandsins fari hann ekki að reglum sem ESB setur hvað megi fjalla um á samfélagsmiðlum. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar meðal annars um storminn í kringum Twitter.

Fyrir skömmu komst blaðamaður í skjöl sem gefa áhugaverða innsýn inn í fyrirtækið áður en Elon Musk keypti það en skjölin sýna meðal annars fram á hvernig hátt settir einstaklingar, meðal annars stjórnmálamenn gátu í raun stjórnað því hvernig fjallað væri um þá eða aðilum tengdum þeim á samskiptamiðlinum. meðal annars mátti sjá hvernig fyrirtækið ritskoðaði algerlega uppljóstrunina um fartölvu Hunter Biden. En eins og menn muna birti fjölmiðilinn New York Post upplýsingar um innihald úr fartölvu, sem tilheyrði Hunter syni Joe Biden. rétt fyrir forsetakosningarnar 2020.

Þá leiddu rannsóknir blaðamannsins Matt Taibbi í ljós að fyrir kosningarnar hafði Twitter beint samband við Demókrataflokkinn sem sendi tengla á færslur á Twitter til að eyða. Repúblikanar voru líka með slíka rás en að sögn Taibbi hafði það áhrif, að starfsmenn Twitter höfðu á þeim tíma svo til eingöngu samúð með demókrötum. Í miðkjörtímabilskosningunum á þessu ári fóru 99,7% af pólitískum framlögum sem komu frá starfsmönnum Twitter til frambjóðenda demókrata.

Afhjúpanir blaðamannsins kunna að einhverju eða jafnvel miklu leyti að skýra viðbrögð ritskoðunaraflanna á eigendaskiptum miðilsins enda er það kjörstaða fyrir stjórnmála og aðra áhrifamenn og jafnvel stórfyrirtæki að hafa samskiptamiðla sem og fjölmiðla í vasanum og skikka þá til þess að ganga eftir ákveðinni línu. Elon Musk virðist hins vegar ekki á þeim buxunum að láta undan hótunum og þrýstingi frá þeim sem aðhyllast pólitíska ritskoðun. Margir spá um að einmitt þess vegna muni öllum brögðum verða fljótlega beitt gagnvart Musk og reynt að taka hann niður með öllum tiltækum ráðum. Það sem ritskoðunaröflin óttast hins vegar allra mest er að fleiri skjöl úr fortíðargagnagrunni Twitter muni líta dagsins ljós.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila