Ritstjórar stórblaða teknir á beinið

Hallur Hallsson skrifar:

Ég hef skrifað um uppljóstrun þekktasta blaðamanns Vesturlanda, Sy Hersh á hryðjuverki Bandaríkjanna og Noregs á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Mesta hryðjuverk þessarar aldar, mesta mengunarhryðjuverki sögunnar sem Vesturlönd neita að láta Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna rannsaka. Í vikunni hélt Kolumbíuháskóli í New York blaðamannaþing. Þar voru ritstjórar New York Times, Washington Post, Los Angeles Times og Reuters með rektor skólans. Maður að nafni Jose Vega stóð upp og spurði ritstjórana um ástæður þess að þeir þagga frétt Sy Hersh á Substack. „Eigum við ekki að segja að Nord Stream sé stærsta frétt aldarinnar. Kolumbíuháskóli heldur hér blaðamanna þing með ritstjóra New York Times sem var með falsfrétt til þess að blokkera frétt Symour Hersh. Það er fyndið, ekki satt? Háskólinn er hér með ritstjóra blaða sem sögðu okkur frá Pentagon, My Lai  og Watergate. Hafið þið flutt sanna frétt síðustu 20 ár? Þetta er bara fyndið. Írak var rangt. Sýrland var rangt. RussiaGate var mjög rangt. Listinn heldur áfram … Almenningur frétti í gegn um leka að Zelinskyy hafi ætlað bomba Moskvu. Ef þið svo eruð hlutlausir, hefðuð þið ekki átt að segja okkur að Zelinskyy færði okkur á barm Þriðju heimsstyrjaldar,“ sagði Vega.

Jose Vega hvatti ritstjórana til að tjá sig en þeir þögðu þunnu hljóði og rektor sigaði varðmönnum á manninn. Vega vitnaði í uppsögn Tucker Carlsson sem var rekinn fyrir að tala sannleika og andæfa stríði. „Þið eruð öll huglaus,“ sagði Vega sem þá var snúinn niður af varðmönnum.

Vega vitnaði í uppsögn Tucker Carlsson sem hefði verið rekinn af Fox News fyrir að tala sannleika og andæfa stríði. FoxNews tapaði í kjölfarið einum milljarði dollara. Tucker flutti 2ja mínútna ávarp á Twitter. Á 36 klukkustundum höfðu 75 milljónir manna horft á ávarpið. „Þið fáið feita tékka meðan Julian Assange rotnar í fangelsi,“ sagði Vega.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila