Robert Malone mætir á læknaráðstefnuna í Stokkhólmi í janúar

Hinn heimsþekkti bóluefnafræðingur Robert Malone mun halda fyrirlestur á stóru Covid-ráðstefnunni í Stokkhólmi í janúar, segir Læknaákallið á Twitter (sjá tíst neðar á síðunni). Á ráðstefnunni munu læknar, vísindamenn og lögfræðingar kynna aðra sýn á „faraldrinum“ og „bóluefnunum.“ Tveggja daga alþjóðleg ráðstefna verður haldin í Stokkhólmi um Covid og bóluefnin.

Margir þekktir læknar og vísindamenn munu mæta á ráðstefnuna, þar á meðal hinn þekkti hjartalæknir Aseem Malhotra, meinafræðingurinn Ryan Cole, ónæmisfræðingurinn Ann-Cathrin Engwall og lungnalæknirinn Pierre Kory. Margir lögfræðingar munu einnig gefa sína sýn um málin.

Læknaákallið, sem skipuleggur ráðstefnuna, hefur tilkynnt að bandaríski bóluefnafræðingurinn og læknirinn Robert Malone muni mæta. Hann er einn þekktasti gagnrýnandi heims á meðhöndlun covid og svokallaðra bóluefna. Læknaákallið skrifar:

„Við höfum mikla gleði að tilkynna, að Robert Malone, sem bjó til mRNA tæknina og er einn af leiðandi persónum í gagnrýni á hinni opinberu útgáfu á Covid, hefur samþykkt að halda fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu okkar í Stokkhólmi.“

„14 leiðandi læknar, vísindamenn og lögfræðingar frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Sviss, Belgíu og Úkraínu halda fyrirlestra ásamt 9 Svíum.“

Ráðstefnan kostar 1.300 SEK með afsláttarkóða. Lestu meira á heimasíðunni. Útvarp Saga hefur skrifað og rætt um Robert Malone eins og sjá má HÉR.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila