Ron DeSantis í forsetaslaginn gegn Donald Trump

Keppinautar um forsetaframboðstilnefningu repúblikanaflokksins, Donald Trump og Ron Desantis (mynd © Gage Skidmore from Peoria, AZ, USA, CC 2.0)

Fylkisstjóri Flórída, Ron DeSantis tilkynnti á miðvikudag, að hann byði sig fram til tilnefningar repúblikanska flokksins til forsetaframbjóðanda flokksins. Tilkynningin átti að verða sögulegur viðburður í beinni á Twitter í sérstakri kynningu Elon Musk, sem og hún varð en ekki á þann hátt sem til stóð. Kerfið virkaði ekki og heyrðist ekkert á köflum í Ron DeSantis og hefur verið gert grín að kynningunni.

Tilkynningin um framboðið kom nokkrum klukkustundum eftir að DeSantis lagði fram skjöl til alríkiskjörstjórnarinnar og eftir vangaveltur mánuðum saman um fyrirætlanir fylkisstjórans fyrir útnefningu repúblikana til forsetaframboðs flokksins árið 2024.

— Ég mun klára verkið. Undanfarin ár hafa gefið mér nýtt þakklæti fyrir viðkvæmt frelsi okkar. Ég hélt aldrei að ég myndi sjá hluti í Ameríku eins og við sáum á meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð, sagði DeSantis í beinni samtali við Twitter eiganda Elon Musk sem var splæst af tæknilegum vandamálum.

Ron Disaster

Kosningateymi Donald Trump brást skjótt við tilkynningu DeSantis með því að birta nokkur myndbönd og yfirlýsingar eins og sjá má hér að neðan. Sænska sjónvarpið fjallaði um málið. Gárungarnir gengu svo langt eftir hina misheppnuðu Twitter-kynningu að kalla fylkisstjóra Flórída „Ron Disaster.“ Nýjustu kannanir sýna vaxandi fylgi Trump:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila