Rússar munu líta á F16-herþotur sem kjarnorkuógn

Vegna möguleika bandarískra herflugvéla að bera kjarnorkuvopn, þá segja Rússar að notkun slíkra véla í Úkraínustríðinu sé kjarnorkuógn við Rússland. Mynd © U.S. Air Force photo by Staff Sgt. Deana Heitzman/Public domain

Rússar munu líta á sendingar Vesturlanda á F16-herþotum til Úkraínu sem kjarnorkuógn. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðilinn Lenta.

Segey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir við Lenta.ru:

„Áform vestrænna ríkja um að auka enn frekar umboðsstríðið í Úkraínu með því að senda F16 flugvélar til stjórnvalda í Kænugarði eru afar hættuleg þróun.“

Rússland mun líta á flugvélina, sem getur borið kjarnorkuvopn, sem kjarnorkuógn. Það mun auka hættuna á beinum hernaðarátökum á milli Nató og Rússlands sem gæti haft skelfilegar afleiðingar. Lavrov segir:

„Sú staðreynd að slík kerfi birtast í her Úkraínu er af okkar hálfu álitin vera ógn frá Vesturlöndum á sviði kjarnorkuvopna. Við höfum tilkynnt kjarnorkuveldunum – Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi – að Rússland geti ekki hunsað getu þessara flugvéla til að bera kjarnorkuvopn. Engar tryggingar munu hjálpa hér.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila