Rússar neita flugskeytum í Póllandi – Zelensky heldur því fram að ráðist hafi verið á NATO: „Verður að bregðast við“

Mynd sem sögð er sýna brot úr eldskeytinu sem lenti í Póllandi þriðjudag. Sagt er að björgunarsveitir í Póllandi hafi birt myndina (mynd: skjáskot Twitter).

Fullyrt er að rússneskum eldflaugum hafi verið skotið á Pólland á þriðjudag. Pólskur blaðamaður skrifar á Twitter að samkvæmt heimildum hans sé um að ræða „leifar af eldflaug sem úkraínski herinn hefur skotið niður.“ Rússar neita atvikinu alfarið og halda því fram að pólskir fjölmiðlar og embættismenn séu að reyna að framkalla stigmögnun. Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, heldur því fram að um sé að ræða árás Rússa á NATO og að manar að „við verðum að bregðast við.“ Sænski herinn segir í yfirlýsingu, að þeir fylgist mjög náið með atburðum og þróun sprenginganna í Póllandi.

Myndum er nú dreift á samfélagsmiðlum sem segjast sýna rússneskar eldflaugar ráðast á Pólland, sem er aðili að NATO. Tveir eru sagðir hafa týnt lífinu. Sprengingin er sögð hafa átt sér stað í pólsku borginni Przewodów. Samkvæmt AP hefur „háttsettur bandarískur leyniþjónustumaður“ sagt, að rússneskum eldflaugum hafi verið skotið á Pólland og drepið tvo.

Piotr Müller, talsmaður pólska forsætisráðherrans, skrifaði á Twitter:

„Mateusz Morawiecki forsætisráðherra hefur boðað til bráðafundar með ráðherranefndinni um þjóðaröryggi og varnarmál.“

Á samfélagsmiðlum halda sumir því fram, að það sé úkraínsk S-300 eldflaug sem lenti í Póllandi. Pentagon segist ekki geta staðfest fregnir um að rússneskum eldflaugum hafi verið skotið á Pólland.

Patrick Ryder, fjölmiðlafulltrúi Pentagon, sagði á blaðamannafundi á þriðjudagskvöld:

„Við vitum að fjölmiðlar segja frá þessu, við höfum engar upplýsingar á þessari stundu til að staðfesta þessar upplýsingar. En við tökum þetta alvarlega og munum koma til baka, þegar við vitum meira.“

Pólskur blaðamaður skrifar á Twitter:

„Það sem lenti í Przewodów eru líklegast leifar af flugskeyti sem úkraínski herinn hefur skotið niður.“

Rússneska varnarmálaráðuneytið skrifar á Telegram:

„Yfirlýsingar pólskra fjölmiðla og embættismanna um meinta árás „rússneskra“ eldflauga á svæðinu í kringum Przewodów eru vísvitandi ögrun til að magna ástandið. Engar árásir hafa verið gerðar á skotmörk nálægt landamærum Úkraínu og Póllands með rússneskum vopnum. Brotin sem pólskir fjölmiðlar birtu í æsingi frá þorpinu Przewodów hafa ekkert með rússnesk vopn að gera.“

Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, skrifar á Telegram:

„Í dag gerðist það, sem við höfum varað við í langan tíma. Hryðjuverkin eru ekki bundin við landamæri okkar. Ráðist var á Pólland með rússneskum eldflaugum. Hversu oft hefur Úkraína ekki sagt að, hryðjuverkaríkið muni ekki takmarka sig við landið okkar? Það er aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverk Rússa fara lengra. Því lengur sem Rússar njóta refsileysis, þeim mun meiri ógnir fyrir alla þá, sem eru innan seilingar rússneskra eldflauga. Þeir skjóta flugskeytum á landsvæði NATO. Þetta er rússnesk eldflaugaárás á sameiginlegt öryggi! Þetta er mjög veruleg aukning. Við verðum að bregðast við.“

Sænski herinn skrifar á Twitter:

„Herinn fylgist mjög náið með atburðum og þróun sprenginganna í Póllandi. Við sjáum enga starfsemi sem ógnar Svíþjóð og engar frekari ráðstafanir hafa verið gerðar að svo stöddu.“

Hér að neðan má sjá nokkur af ummælunum á samfélagsmiðlum:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila