Rússar og Kínverjar taka sér stöðu gegn áætlun um eina heimsstjórn

Samskipti Rússlands og Kína hafa aldrei verið betri og heimsókn forseta Kína til Rússlands þar sem undirritaðir voru mikilvægir efnahags og vopnasamningar undirstrika þessi auknu og vaxandi samskipti ríkjanna. Að auki gefa sameiginlegar yfirlýsingar beggja aðila sterk skilaboð um að Rússar og Kínverjar séu að taka sér stöðu á móti áætlun glóbalista um eina heimsstjórn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Haukur var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í þættinum.

Haukur segir augljóst að aukin samstaða Rússlands og Kína sé áhyggjuefni fyrir vesturlönd og sér í lagi Bandaríkin sem séu lítt hrifin af vaxandi samskiptum Rússneskra og kínverskra yfirvalda. Rússar og Kínverjar hafa meðal annars lýst andstöðu sinni við að kvaðir séu settar á þróunarlönd og fátæk ríki þegar kemur að iðnaðarframleiðslu vegna loftslagsmála. Þá ætla ríkin að hætta að notast við dollar í viðskiptum sem sé mikið áhyggjuefni fyrir FRS sem er einn aðal bankinn í Bandaríkjunum.

Það komi að vísu ekki á óvart því Rússar og Kínverjar telja að loftslagsmálin sem og Covid séu yfirvarp til þess eins að glóbalistar geti haft vald yfir iðnaðarþróun, framleiðni og framleiðslu fátækari ríkja sem hafi veikar ríkisstjórnir. Bendir Haukur á að yfirþjóðlegt vald hafi keyrt á því að allt sé að fara til fjandans til dæmis með hlýnandi loftslagi. Það sé ákveðin nýlendustefna.

„og þó það hafi verið kaldir vetur á Íslandi og víðar þá er þetta eitthvað sem hefur verið keyrt áfram af gríðalegri snerpu og krafti“segir Haukur.

Rússar ætli sem dæmi að taka upp viðskipti með kínverska gjaldmiðilinn Yuan í viðskiptum sínum við Afríku, Suður Ameríku og fjölmörg ríki Asíu sem þeir eigi í viðskiptum við og þannig varpa dollaranum fyrir róða. Afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar fyrir efnahag Bandaríkjanna sem sé óstöðugur fyrir. Þá sé búið að koma á diplómatískum tengslum á milli Íran og Saudi Arabíu sem er saga til næsta bæjar þar sem ríkin voru áður fjandríki en bæði vilja komast inn í Brix samstarfið.

„þannig Kínverjar ætlar sér mjög stóra hluti í Afríku, Asíu, Arabaheiminum og víðar og ef til dæmis Rússar fara að auka viðskipti sín við þessi ríki með olíu og gas þá er það mikið áhyggjuefni fyrir stórbankana í Bandaríkjunum“segir Haukur.

Þá sé afstaða Rússa og kínverja gagnvart ESB alþekkt og láta þeir Evrópusambandið ekki eiga neitt inni hjá sér.

Haukur segir að blikur séu á lofti og að Kína búist við að eiga í sjóorrustu við Bandaríkin við strendur Taiwan. Hann segir þetta vera mat hernaðarsérfræðinga og bendir á að farið hafi fram sjóorrustuæfingar á Indlandshafi og það sé afar ólíklegt að það sé af tilefnislausu.

„það er margt sem bendir til þess hernaðaruppbygging á Bandaríska flotanum en einnig uppbygging kínverska flotans og hernaðarsamvinna Rússa og Kínverja sem voru í miklum flotaæfingum sem fram fóru á Indlandshafi, þarna eru þeir að undirbúa mikla orrustu um Tapei höfuðborg Taiwan og þar mun Bandaríkjaflotinn vera í stóru hlutverki ásamt Áströlum og Bretum en þesi þrjú ríki hafa stofnað nokkurs konar nýtt NATO sín á milli“segir Haukur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila