Rússland tilbúið í stríð við Nató

Í færslu á Telegram skrifar Dmitry Medvedev, sem hefur verið bæði forseti og forsætisráðherra Rússlands, að Rússland virðist ekki hafa annan valkost en beinan árekstur við hernaðarbandalagið Nató.

Hinn 58 ára gamli Medvedev var forseti Rússlands frá maí 2008 til maí 2012 og forsætisráðherra Rússlands frá maí 2012 til janúar 2020. Í forsetatíð hans var Vladimir Pútín forsætisráðherra.

Þann 26. september skrifaði Medvedev á Telegram-rás sína að „svo virðist sem Rússland fái sífellt færri valkosti aðra en bein átök við Nató á vígvellinum.“

Hann fullyrti einnig, að hernaðarbandalagið Nató hafi „breyst í opna fasistablokk“ og líkti því við Þýskaland nasismans undir stjórn Hitlers en „þó á stærri skala.“

„Við erum tilbúin, jafnvel þótt niðurstaðan fáist með mun meiri kostnaði fyrir mannkynið en árið 1945…“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila