Rússneskar eldflaugar sagðar hafa hafnað í Póllandi og orðið tveimur að bana

Nú fyrir stundu var kallað til neyðarfundar í þjóðaröryggis- og varnarmálanefnd Póllands eftir að fregnir bárust af því að rússneskar flaugar höfnuðu innan landamæra Póllands og orðið tveimur að bana. Enn er á huldu um hvort óhapp hafi verið að ræða en fregnir herma að flaugunum hafi verið beint að Úkraínu en hafi borið af leið með fyrrgreindum afleiðingum.

Flaugarnar munu hafa lent Póllands megin við landamærin norður af borginni Lviv í Úkraínu. Pólskir fjölmiðlar fullyrða að NATO boði nú til neyðarfundar vegna málsins og nú stendur yfir blaðamannafundur í Pentagon vegna málsins.

Nánar verður greint frá málinu hér á vefnum eftir því sem málin skýrast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila