Rússneskir hermenn segja þýska hermenn komna á vígvöllinn í Úkraínu

Þýski Hlébarðinn, skriðdreki Leopard II. (Mynd: US Army Europe).

Rússneskur njósnahópur ber vitni um hvernig þýskur skriðdreki sem þeir eyðilögðu hafði áhöfn sem eingöngu var skipuð þýskum hermönnum.

Rússneskt njósnateymi hefur eyðilagt Leopard skriðdreka frá úkraínska hernum í grennd við Zaporozhye.

„Nicht schießen!“ – Ekki skjóta!

Samkvæmt sænska miðlinum Nýja Dagblaðið sagði rússneskur herforingi, að áhöfnin hafi eingöngu verið þýskir hermenn í Bundeswehr.

„Þegar við stöðvuðum aðra sókn og eyðilögðum Hlébarðann (nafn skriðdrekans), þá tókum við stefnu á brennda farartækið í von um að ná „tungunni.“ Þá sáum við að ökumaðurinn og vélvirki áhafnarinnar höfðu slasast alvarlega og að aðrir voru látnir. Þegar vélvirkinn vaknaði fór hann að hrópa „nicht schießen“ („ekki skjóta“ á þýsku).“

„Vélvirkinn endurtók mörgum sinnum að hann væri ekki málaliði heldur hermaður í Bundeswehr og að hann og aðrir í áhöfninni væru meðlimir sömu sveitar þýska hersins.“

Þýski hermaðurinn er einnig sagður hafa nefnt herdeild sína og flutningsstað, áður en hann lést af sárum sínum nokkrum mínútum síðar.

Rússar hafa varað við slíkri stigmögnun

Fyrir utan vitnisburð rússnesku hermannanna hafa upplýsingarnar ekki enn verið staðfestar. Ef þær eru réttar þýðir það, að þýski herinn og einnig Nató-ríki berjist á vígvellinum í Úkraínu í beinum árásum gegn Rússum. Rússar hafa áður varað við stigmögnun af þessu tagi og lýst því yfir, að við slíkar aðstæður muni þeir neyðist til að grípa til hernaðarviðbragða.

Enginn bandamaður Úkraínu á Vesturlöndum hefur hingað til opinberlega lýst yfir stríði á hendur Rússlandi eða tekið þátt með eigin her – í staðinn hefur áherslan verið á efnahagslegar refsiaðgerðir, hernaðaraðstoð og þjálfun til Úkraínu og fjölda erlendra sjálfboðaliða og málaliða sem hafa ferðast til að berjast við hlið Úkraínumanna.

Mikilvæg ástæða sem oft er nefnd fyrir því að fara ekki beint inn í stríðið er sú, að landið sem kýs að gera það myndi gera sig að lögmætu skotmarki fyrir gagnárásum Rússa. Einnig hefur verið óttast að ástandið muni stigmagnast að því marki, að kjarnorkustríð verði raunveruleg hætta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila