Sænska Lýðheilsan: Fólki undir 50 ára aldri EKKI ráðlagt að bólusetja sig

Fólki undir 50 ára er ekki ráðlagt lengur að taka nein „bóluefni“ gegn Covid-19. Þetta er samkvæmt nýjum ráðleggingum Lýðheilsunnar sem gilda frá 1. mars.

Lýðheilsueftirlitið hefur gefið út nýjar ráðleggingar um svokölluð Covid-bóluefni, sem gilda eiga í a.m.k. eitt ár. Það sem vekur athygli, er að ekki er lengur mælt með sprautunni fyrir fólk undir 50 ára aldri.

Fólk á aldrinum 18 til 49 ára er hvorki ráðlagt að taka viðbótarskammt né grunnbólusetningu. Lýðheilsan skrifar:

„Fyrir fólk á aldrinum 18–49 ára er ekki mælt með viðbótarskammti. Ráðleggingar um þrjá skammta af frumbólusetningu falla einnig niður frá og með 1. mars 2023.“

Hins vegar er eldra fólk enn hvatt til að taka sprautuna með ákveðnu „millibili.“ Fyrir fólk á aldrinum 50–64 ára gilda að minnsta kosti níu mánuðir frá síðasta skammti.

Nýju tilmælin gilda frá 1. mars 2023 til 29. febrúar 2024.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila