Sænska ríkisstjórnin heimilar EKKI kjarnorkuvopn í Svíþjóð

Tobias Billström, nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfestir að afstaða Svíþjóðar sé sú sama og Danmerkur og Noregs. Það þýðir að engin kjarnorkuvopn verða leyfð á sænskri grund (mynd EPP CC 2.0)

Líkt og Danmörk og Noregur ætla Svíar að lýsa því einhliða yfir, að þeir leyfi ekki kjarnorkuvopn á eigin yfirráðasvæði, jafnvel þótt Svíar gangi í NATO. Þetta segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Micael Bydén, yfirhershöfðingi sænska hersins, er á annarri skoðun og hefur mælt með því að stjórnvöld hafi ekki fyrirvara í aðildarferlinu um aðild að NATO. Ekki einu sinni neinn fyrirvara gegn kjarnorkuvopnum í Svíþjóð.

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar lýsti yfir sömu afstöðu og yfirhershöfðingi Svíþjóðar, þegar Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, lofaði að hafa enga slíka fyrirvara.

Nýlega staðfesti utanríkisráðherra Svíþjóðar, Tobias Billström, m.a. í viðtali við Sænska Dagblaðið SVD, að engin kjarnorkuvopn verði í Svíþjóð og þótt að umsóknin hafi verið lögð fram án fyrirvara, þá þýði það ekki að slíkt verði leyft. Hann segir:

„Fyrst þarf að ljúka ferlinu við að gerast aðili að NATO, áður en Svíar geta komið með einhliða yfirlýsingar um bann við dreifingu kjarnorkuvopna hér.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila