Sænska sjónvarpið veifar rasistaspjaldinu og konur hætta við að eignast börn til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun

Sænska sjónvarpið breiðir út að „fleiri börn leiði til loftslagslosunar“ og því sórhættulegt fyrirbæri að eignast börn. Loftslagsfréttakonan taldi það hins vegar „rasískt ef takmarka ætti barneignir afríkanskra kvenna.“

Erika Bjerström „loftslagsfréttakona“ sænska sjónvarpsins SVT var í uppnámi vegna „hvíts, miðaldra manns“ sem hélt því fram að stöðva bæri fólksfjölgun í heiminum til að bjarga loftslaginu. Fólksfjölgunin á sér meðal annars stað í Afríku. Sjónvarpið lyfti fram konu sem góðu fordæmi, sem kýs að eignast ekki börn, vegna þess að „börn leiða til loftslagslosunar.“

Sænska sjónvarpið kyndir undir loftslagshræðsluna og fullyrðir að „fólksfjölgun í heiminum sé ein helsta orsök loftslagskreppunnar. Samkvæmt sjónvarpinu verður mannkyn um 10 milljarðar árið 2100. Í þættinum var meðal annars rætt við konu sem segist hafa kosið að eignast ekki börn, vegna þess að þau íþyngi „loftslaginu.“ Konan forðast að fljúga, keyra og borða kjöt – loftslagsins vegna. Að sögn konunnar verður að viðurkenna, að „allt“ fólk hefur áhrif á loftslagið. Hin barnlausa loftslagsbaráttukona sagði:

„Þetta þýðir að ég er ekki að auka sameiginleg loftslagsáhrif okkar. Meira fólk þýðir meiri losun.“

Fólksfjölgun úr böndunum í Afríku

Búist er við að fólksfjölgun muni stóraukast í heimshlutum eins og Afríku. Robin Maynard frá samtökunum Population Matters segir:

„Það er ekki hægt að draga úr loftslagsbreytingum nema að tekið verði á fólksfjölgunarvandanum. Fólksfjölgunin gerir að engu þær framfarir sem náðst hafa með hjálp endurnýjanlegra orkugjafa.“

Erika Bjerström hjá SVT líkar ekki við þessa yfirlýsingu. „Loftslagshreyfingin“ er greinilega klofin í málinu um meint samband fólksfjölgunar og loftslags.

„Hvaða rétt hefur þú sem hvítur, miðaldra karlmaður í Bretlandi til að gefa konum í suðurhluta heimsins ráð um frjósemi þeirra? spyr SVT Erika Bjerström allt í einu. „Ég geri það ekki“ svarar Maynard.“

Lág fæðingartíðni stærsta vandamál mannkyns

„SVT ræðst á óæskileg loftslagsrök með kynþáttafordómum“ fullyrðir rökræðumaðurinn Henrik Jönsson í ummælum á Twitter (sjá myndband hér að neðan).

Eigandi Twitter, milljarðamæringurinn Elon Musk, er einn þeirra sem hefur ítrekað sagt að offjölgunarmálið sé bull. Samkvæmt Musk er undirfjölgun, hrun fæðingartíðni, í staðinn stærsta vandamál heimsins (sjá myndband að neðan):

„Við verðum að losa okkur við þessa vitleysu um að við séum með offjölgunarvanda. Við eigum í vandræðum með fámennið. Loftslagshreyfingin er komin út af sporinu.“

Sjáðu allan SVT Aktuell þáttinn HÉR.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila