Sænska þingið samþykkti skerðingu á tjáningarfrelsinu og breytti stjórnarskrá Svíþjóðar í gær

Á miðvikudaginn var samþykkt umdeild stjórnarskrárbreyting í Svíþjóð, sem gerir njósnir erlendis refsiverðar og flokkast undir lögin um málfrelsi og prentfrelsi. Fjöldi samtaka og stofnana hafa mótmælt breytingunum en stjórnvöld og yfirgnæfandi meirihlut sænska þingsins hunsar þá afstöðu. Meðal annars er breytingin gagnrýnd fyrir að afnema vernd uppljóstrara, þegar blaðamenn eiga í hlut.

Stjórnarskrárbreytingin felur í sér, að glæpir vegna njósna erlendis, alvarlegra njósna erlendis og miðlun leynilegra upplýsinga í alþjóðlegu samstarfi eru tekin inn í hegningarlögin og fela í sér að það verður refsivert að veita upplýsingar, sem gætu skaðað samskipti Svíþjóðar við önnur ríki eða alþjóða stofnanir. Sama afbrot er fært inn í lögin um prent- og tjáningarfrelsi. Magdalena Andersson formaður sósíaldemókrata og fyrrverandi forsætisráðherra Svía segir:

„Það var gat í löggjöfinni sem við þurftum að loka. Málið snýst um þjóðaröryggi.“

Gagnrýni á stjórnarskrárbreytinguna byggist á því, að breytingin muni skerða tjáningarfrelsið og gera tiltekin skrif blaðamanna glæpsamleg.

Svona greiddu flokkarnir atkvæði:

Málfrelsissérfræðingur ævareiður

Fyrir hina afdrifaríka atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytinguna sagði Nils Funcke, sérfræðingur í tjáningarfrelsi, við netmiðilinn Samnytt, að hann væri bæði sorgmæddur og reiður yfir því að ekki var hætt við stjórnarskrárbreytinguna.

„Ég finn fyrst og fremst fyrir sorg og svo er ég reiður líka. Þetta er sorglegt vegna þess, að það er afskaplega óvenjulegt að grípa til jafn víðtækra inngripa í grundvallarfrelsi og réttindi til skoðanamyndunar – í þessu tilviki sjálft tjáningarfrelsið.“

Nils segist vera reiður yfir því, að margir þingmenn hafi ekki skilið raunverulega hvað þeir greiddu atkvæði um.

„Langflestir skilja ekki, um hvað þeir eru að taka ákvörðun. Ekki hversu víðtæk áhrif hún hefur. Þeir treysta bara almennt á það að æðstu leiðtogar, sem búist er við að hafi kynnt sér þetta og fylgst með málinu í mörg ár, hafi lagt rétt mat á að þetta sé algjörlega nauðsynlegt til þess að Svíar geti tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum.“

Nils Funcke sagði í viðtali við sænska sjónvarpið SVT, að Svíþjóð hefði aldagamla hefð fyrir tjáningarfrelsi sem rekja má aftur til ársins 1766:

„Það verður að útskýra afskaplega nákvæmlega, þegar gripið er inn og svo gömul lög eru eyðilögð – svo varfærnislega sé tekið til orða.“

„Ef afbrot sem skilgreint er í lið 6a er gróft, verður dæmt fyrir grófar njósnir erlendis í fangelsi í minnst tvö og mest átta ár.“

Refsivert fyrir blaðamenn að vera uppljóstrarar

Miðillinn Fria Tider segir að núna verði t.d. bannað fyrir rannsóknarblaðamenn að rannsaka Nató og uppljóstra um leyndarmál sem Nató vilji ekki að komist inn á sænskar fréttasíður. Með lagabreytingunni er rétturinn takmarkaður til að útvega upplýsingar til birtingar í lögbundnum fjölmiðlum. Það verður refsivert að uppljóstra um leyndarmál innan Nató sem geta haft áhrif á stöðu Svíþjóðar í bandalaginu. Og það eru fleiri stofnanir en Nató sem málið varðar. Um er að ræða allar upplýsingar um erlenda og alþjóðlega aðila t.d. Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðisstofnun SÞ, ESB o.s.frv.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila