Sænskir lögreglumenn hneykslaðir á afstöðu dómstóla til ofbeldis gegn lögreglumönnum

loggumyndinReiði ríkir meðal lögreglumanna í Svíþjóð vegna dóms sem féll nýlega í máli sómala sem réðist að lögreglu ásamt félögum sínum. Tildrög málsins eru þau að lögreglumenn sem voru að athuga með bifreið sem stóð í bílastæðahúsi í Tensta í Stokkhólmi urðu fyrir grjótkasti auk þess sem kastað var að þeim glerflöskum. Á myndbandi sést hvar sómalinn sem var forsprakki hópsins skipa félögum sínum að sækja meira grjót til þess að kasta í lögregluna. Samkvæmt dómnum sem féll í málinu eiga lögreglumenn almennt að gera ráð fyrir því að geta orðið fyrir slíkum árásum og því var felld niður sú krafa að hann greiddi lögreglumönnunum sem urðu fyrir árásinni bætur. Saksóknari málsins segir mesta mildi að lögreglumennirnir hefðu ekki stórslastast við atganginn. Lögreglukonan Nikolina Bucht segir röksemdafærslu dómstóla vera hryllilega og gagnrýnir harðlega að litið sé svo á að ofbeldi gegn lögreglumönnum sé eðlilegt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila