Sænsku mjólkursamsölunni Arla bannað að selja „núll“ loftslagssvindl

Einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn í Svíþjóð bannar Arla að nota hugtakið „nettó núll loftslagsfótspor“ og svipaðar fullyrðingar í markaðssetningu mjólkurvara.

Einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn, rétt eins og umboðsmaður neytenda, telur auglýsingar fyrirtækisins gefa til kynna með villandi hætti, að varan valdi alls engu „loftslagsfótspori.“

Eða að neytandinn fái þá tilfinningu, að fyrirtækið hafi bætt „loftslagsáhrifin“ af völdum vörunnar að fullu, þó svo að það hafi ekki verið sannað.

Dómstóllinn telur ekki að neytendur skilji, að loforð fyrirtækisins um hreint núll byggist á „loftslagsbótaaðgerðum“ sem gæti vegið upp á móti „loftslagsfótspori“ mjólkurframleiðslunnar eftir 100 ár.

Dómurinn er upp á skilorðsbundna sekt á eina milljón sænskra króna. Ef fyrirtækið brýtur bannið í framtíðinni verður því skylt að greiða sektina. Fyrirtækið hefur þegar hætt nettó núll-auglýsingunum.

„Nettó núll loftslagsfótspor“ Arla var útnefnt matarsvindl ársins 2021 af neytendasamtökunum Ekta vara.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila