Sænskur rithöfundur segir fjölmiðla þagga niður að ástand innanríkisstyrjaldar ríki í Svíþjóð

Rithöfundurinn Björn Ranelid sker upp herör gegn linkindinni við glæpamennskunni sem tröllríður húsum í Svíþjóð

Upplausnin í krafti ofbeldisódæða hefur náð svo langt að líkja verður við „styrjaldarástand“ í Svíþjóð. „En stjórnmálamenn og blaðamenn þegja yfir því“ skrifar Björn Ranelid rithöfundur á Facebook.

Stríðið í Svíþjóð heldur áfram

Björn Ranelid skrifar: „Grunuð sprengjuárás inni á heilsugæslustöðinni Hagakliniken á Fyrstu Löngugötu í Gautaborg. Tvær konur særðar. Önnur þeirra er 85 ára og líðan hennar alvarleg. Lesið orðið tvisvar og náið innihaldi þess: Heilsugæslustöðin.“

Ranelid heldur áfram og nefnir sem dæmi tvo unglinga sem brutu rúður sjúkrabíls í útkalli. „Á öllum barna- og unglingaárum mínum í Malmö frá 1954 til 1966 heyrði ég aldrei neitt sagt eða las um að ráðist hafi verið á sjúkrabíl í útkalli.“ Ranelid segir að „hann sem eini rithöfundurinn í Svíþjóð hafi byrjað að skrifa um styrjöldina í ríkinu.“ En þá svöruðu blaðamenn á Sydsvenskan og Göteborgs Posten að hann hefði farið yfir mörkin og ýkti stórlega um ástandið í Svíþjóð.

„Ég svaraði þeim ekki, því þeir skildu ekki eða vildu ekki skilja hvað ég átti við. Tilgangur minn var og er enn að ég skrifa um hvað það þýðir að börn og fullorðnir lifa í óöryggi, hræðslu og hreint út sagt í hryllingsótta yfir því sem getur gerst á almennum stöðum í landinu.“

Sálfræðilega styrjöldin snýst einnig um hræðsluna við að skrifa og tala

„Styrjöldin fjallar ekki einungis um slík mál eins og að stúlkur og konur þora ekki lengur að vera utandyra á vissum tímum sólarhrings. Sálfræðilega styrjöldin fjallar einnig um hræðslu við að skrifa og segja viss orð og meiningar.“

Samkvæmt Ranelid getur engin „skynsöm og sannleikselskandi manneskja í Svíþjóð neitað hinu ósýnilega styrjaldarástandi. Blaðamenn og stjórnmálamenn sem mæla gegn því eða grafa undan sannleikanum eru hættulegir í embættum sínum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila