Sameinuðu þjóðirnar spá einum milljarði loftslagsflóttamanna fyrir 2050 – stór hluti þeirra fer til Norðurlanda

Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn vara við því í nýrri skýrslu, að milljarður manna verði á flótta undan meintri loftslagskreppu eftir 30 ár – tíundi hluti jarðarbúa, sem þá er gert ráð fyrir að verði tíu milljarðar. Og ferðinni verður heitið norður m.a. til Norðurlanda (mynd VOA-Nicolas Pinault).

Hugtakið loftslagsflóttamaður er umdeilt og er enn ekki tilefni til hælis

Samkvæmt skýrslunni (sjá neðar á síðunni) verða hitabylgjur í framtíðinni svo miklar að heimshlutar verða óbyggilegar og mörk fyrir byggilegt loftslag færast norður. Að sögn Deliang Chen, prófessors í eðlisveðurfræði við Háskólann í Gautaborg, sem er einn af aðalhöfundum nýjustu loftslagsskýrslu IPCC, þá eru tölurnar „nokkuð öruggar.“ Hann vísar til þess að fólk sjáist þegar flytja og enn sem komið er, þá er það fyrst og fremst innan eigin landamæra.

Jafnvel flestir flóttamannastraumar munu líklega einnig eiga sér stað innan þjóðarmarka, telur Chen og segir það oft leiða til spennu sem getur valdið átökum og í versta falli borgarastyrjöld. Helmingur íbúa Miðausturlanda og Norður-Afríku, um 600 milljónir manna, er talinn verða fyrir miklum hita um aldamótin sem varir í nokkrar vikur með allt að 56 gráða hita eða hærri.

Að sögn Linu Eklund, fræðimanns við náttúrufræði- og vistkerfisfræðideild og Miðausturlandafræði við Háskólann í Lundi, leggja fleiri vísindamenn til að fólk verði flutt á brot frá svæðum, sem hætta er á að verða óbyggileg. Talið er að búsetuverkefni eigi að falla undir loftslagsaðlögun.

Segja efnuðu löndin græða peninga á innflytjendum!

Mörkin fyrir byggilegt loftslag færast frá miðbaug þegar meðalhiti hækkar og fólk mun fylgja til Skandinavíu, Rússlands, Kanada og Grænlands. Rithöfundurinn og loftslagsblaðakonan Gaia Vince heldur því fram.

Hún telur að íbúum á vinnualdri í mörgum vestrænum löndum fari fækkandi vegna minnkandi fæðingartíðni og lengri lífslíkra og vísar til útreikninga Alþjóðabankans, sem sagðir eru sýna að rík lönd geti hagnast efnahagslega á innflytjendum.

Samkvæmt Vince geta loftslagsflóttamennirnir orðið þeir sem bjarga ellilífeyrinum og landamæri munu ekki lengur skipta neinu máli:

„Staðreyndin er sú, að innflytjendur verða nauðsynlegir. Loftslagsflóttamennirnir geta orðið þeir, sem annast okkur þegar við verðum veik og gömul. Landamæri eru bara hugdettur. Hin raunverulegu takmörk eru loftslagið. Og nú færast loftslagsmörkin norður. Við getum ekki samið við loftslagið eða við bráðnandi Grænlandsjökul. Ég vil ekki að börnin mín verji landið okkar gegn innflytjendum í eilífum átökum. En ef við viljum fá betri heim, þá gerist það ekki af sjálfu sér. Það krefst forystu með hugrekki og framtíðarsýn, sem sýnir ávinninginn af þessum störfum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila