Sarkozy fv. Frakklandsforseti: ESB „dansar við Úkraínu á barmi eldfjalls“

Sarkozy fv. Frakklandsforseti gagnrýnir ESB harðlega fyrir að leita ekki friðar í Úkraínudeilunni en ausa í staðinn milljörðum evra og vopnum yfir Úkraínu. Hann segir að: „Stefna ESB er knúin áfram af reiknivillum, sjálfsuppskafningi, reiði og yfirborðslegum viðbrögðum“(mynd WEF CC 2.0)

Tími kominn til að ESB fari að tala um frið í Úkraínu

Nicolas Sarkozy, segir að „tími sé kominn til að ESB hætti með tilfinningastefnu sína varðandi Úkraínu og fari að tala um að skapa frið.“

Í viðtali við Le Journal du Dimanche á laugardag gagnrýndi Sarkozy ESB fyrir þátttöku í átökum Rússa og Úkraínu, sem hafa falið í sér víðtækar refsiaðgerðir gegn Moskvu, vopnasendingar til Kænugarðs og kallar eftir hernaðarlausn á átökunum. Sarkozy segir:

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er fyrst og fremst stjórnsýslustofnun. Þar að auki hef ég enn ekki skilið undir hvaða grein Evrópusáttmálans von der Leyen réttlætir hæfni sína á sviði vopnakaupa og utanríkisstefnu.“

„Það eina sem Evrópubúar heyra núna er að fleiri og fleiri milljörðum evra er varið í vopnakaup. Fleiri vopn, fleiri dauðsföll, meira stríð.“

Stefna ESB er knúin áfram af reiknivillum, sjálfsuppskafningi, reiði og yfirborðslegum viðbrögðum“ og þess vegna „dönsum við á barmi eldfjalls“ sagði Sarkozy, sem var forseti Frakklands á milli 2007 og 2012.

Gagnrýnir Zelnský um að gera samninga ómögulega

„Sambandið gerði rétt í að fordæma Rússa og sýna Úkraínu samstöðu. En það þarf líka að sýna „æðruleysi“ og vinna að því að koma í veg fyrir stigmögnun átakanna. Það er kominn tími á alvarlegt frumkvæði til að byrja að tala um framtíðina og friðinn.“

Sarkozy gagnrýnir einnig Vladimir Zelensky, forseta Úkraínu, fyrir að hafa undirritað tilskipun fyrr í þessum mánuði, sem gerði það opinberlega „ómögulegt“ fyrir hann að eiga viðræður við rússneska starfsbróður sinn Vladimír Pútín. Slík afstaða jafngildir „kröfu um stjórnarskipti í Moskvu“ benti hinn gamalreyndi stjórnmálamaður á.

„Ég tel þetta vera hættulegt stökk út í hið óþekkta, þó að það sé skiljanlegt að það sé erfitt fyrir Úkraínuforseta að ræða við Pútín.“

Rússland hefur ítrekað boðið Kænugarði að koma að samningaborðinu undanfarna mánuði og kennir Úkraínu um að grafa undan öllum möguleikum á friðsamlegri lausn deilunnar. Rússland hefur ítrekað fordæmt afhendingu vopna til ríkisstjórnar Zelenskys frá Bandaríkjunum, ESB, Bretlandi og öðrum löndum og segir vopnasendingarnar einungis lengja átökin og auka hættuna á beinum árekstrum. milli Rússlands og Nató.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila