Schwab vill „hanna framtíðina“ – telur sig hafa svarið við „kreppum“ heimsins

Klaus Schwab á ársfundi World Economic Forum © Mynd: World Economic Forum/Manuel Lopez (CC BY-NC-SA 2.0)

Heimurinn er fullur af „kreppum.“ Það ríkja „fjölfaldar kreppur.“ Það sagði Klaus Schwab, stofnandi WEF, þegar ársfundur World Economic Forum hófst í Davos á mánudagskvöld. Hann segir lausnina vera alþjóðlegan „vettvang“ þar sem fyrirtæki og stjórnmálamenn hittast og starfa saman.

Enginn gleðiboðskapur

Klaus Schwab flutti enga gleðiræðu, þegar hann setti fund WEF í Davos, þótt hann talaði bæði um „hjarta“ og „ástríðu.“ Kreppustormur ríkir í heiminum – og hann er með lausnina. Fyrir framan u.þ.b. 3.000 þátttakendur sagði Schwab:

„Við hefðum ekki getað hist á erfiðari tímum. Við stöndum frammi fyrir svo mörgum kreppum samtímis. Hvað þarf til að ná tökum á framtíðinni? Ég tel það vera vettvang þar sem allir hagsmunaaðilar heimssamfélagsins eru með. Ríkisstjórnir, fyrirtæki, borgaralegt samfélag, unga kynslóðin.“

Úrræði WEF: „Hagsmunaaðilakapítalismi“

WEF talar iðulega um „hagsmunaaðilakapítalisma“ – á ensku „stakeholder capitalism.“ Í útópísku efnahagskerfi þeirra – sem þeir vilja innleiða í öllum heiminum – er öllum breytt í „hagsmunaaðila“ þar sem hagnaðaráhugi er ekki lengur drifkrafturinn heldur koma „félagslegir“ þættir og „loftslag“ í staðinn. Gagnrýnendur líkja þessu við sósíalismann. Schwab sagði:

„Ég held að þetta sé fyrsta skrefið til að mæta öllum áskorunum. En það sem er enn mikilvægara er að við horfumst í augu við framtíðina með jákvæðum anda. Með anda sem endurspeglar mannlega sköpunargáfu og útsjónarsemi. Þess vegna er mjög viðeigandi að hefja þennan fund með frábærum listamönnum, leiðandi menningu og listum.“

„Með því að vera staðráðin með allri okkar ástríðu til að byggja og móta framtíðina, þá er ég sannfærður um að við munum sigrast á núverandi fjölfalda kreppum.“

Hlustaðu á ræðuna HÉR eða á myndböndum tístanna hér að neðan, þar sem einnig má heyra í þingmanni Grænna í Sviss ræða um 15 mínútna borgarfyrirkomulagið sem framtíðardraum mannkyns :

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila