Jafnréttishópur breska íþróttaráðsins vill skapa nýjan flokk í vissum atvinnugreinum vegna kynskiptra íþróttmanna s.k. „transíþróttafólks.“ „Munurinn á afli, úthaldi og líkamsbyggingu„ verður að óréttlátum kosti í vissum íþróttagreinum og það krefst nýrrar aðkomu“ segir hópurinn. Jafnréttishópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu, að þáttaka transíþróttafólks eykur hættu á slysum hjá öðrum þátttakendum og skapar óréttlætanlega kosti fyrir transfólkið í vissum tilvikum. Sky News greinir frá því, að nýju flokkarnir eigi að gilda fyrir íþróttafólk frá leikmönnum til þjóðaríþróttar en ekki fyrir úrvalsíþróttamenn.
Dr. Nicola Williams formaður Réttlátrar þáttöku kvenna „Fair Play for Women“ fagnar tillögum íþróttaráðsins. Samtökin hafa lengi barist fyrir réttlátu kerfi, sem skapar möguleika fyrir transíþróttafólk að taka þátt í keppnum og tryggir samtímis réttindi stúlkna og kvenna.
Leggja til „opinn“ flokk
Íþróttaráðið leggur núna til „opinn“ flokk til viðbótar við flokka karlmanna og kvenna. Einnig eru settir fram ýmsir valmöguleikar til að tryggja jafnréttisgrundvöll í íþróttum og lagt er til að íþróttafélög setji nýjar reglur fyrir þær greinar, sem þau taka þátt í.
Sumt transíþróttafólk segist hafa áhyggjur af því, að aukið eftirlit með upprunalegu kyni íþróttafólks muni leiða til þess að færra transfólk taki þátt í íþróttum. Natalie Washingot transfótboltaleikari frá Hampshire segir að „tillagan sendir þau skilaboð til ungra kynskiptra, að það séu vandamál með þáttöku þeirra í íþróttum.“
Joanna Harper, fv. ráðgjafi alþjóða Olympíunefndarinnar í málefnum transfólks, er jákvæð en segir það bundið vafa, hvort transíþróttafólk hafi nokkra umframkosti yfir aðra í íþróttakeppnum og að transfólk auki ekki slysahættu hjá öðrum þátttakendum. Bendir hún á, að transfólk hafi keppt sem konur í meira en 40 ár og séu langt frá því að taka yfir kvennaíþróttir.
Reglum Ólympíuleikjanna gæti verið breytt
Íþrottafélög í Bretlandi munu núna taka fyrir, hvernig hægt er að útfgæra nýju tillögurnar. Andy Salmon, forstjóri British Triathlon segir: „Við erum von með ólíkar flokksgreiningar. Við höfum sérstakan flokk fyrir fatlaða og einnig fyrir mismunandi aldurshópa.“ Á Olympíuleikjunum í sumar var Laurel Hubbard lyftingarkona fyrsti opni transkeppandinn. Fótboltaleikarinn Quinn lék með í dömufótboltaliði Kanada, sem vann gullið í þeirri grein. Alþjóðanefnd Olympíuleikjanna viðurkenndi í sumar að fara þyrfti yfir og uppfæra reglur um eftirlit með magni testosteron hormóna hjá transíþróttafólki.