Seymour Hersh: „Meginmiðlar vildu aldrei rannsaka sprengingarnar“

Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh (til vinstri) telur, að fjölmiðlar eins og CNN og New York Times séu orðnir gagnrýnislaus gjallarhorn fyrir Hvíta húsið, Joe Biden Bandaríkjaforseti til hægri (mynd skjáskot Youtube/Hvíta húsið).

Hinn heimskunni rannsóknarblaðamaður Seymour Hersh segir í athugasemd um upplýsingarnar sem hann birti, að fjölmiðlarisarnir hafi aldrei haft áhuga á að fara yfir hlutdeild Bandaríkjanna í árásunum á Nord Stream. Hersh segir meginmiðlana ekki einu sinni virðast hafa neinar haldbærar heimildir og segja aðallega frá þeim málum sem Biden-stjórnin vilji að þeir taki upp.

Í viðtali við Radio War Nerd bendir Hersh á, að uppljóstrun hans um að Bandaríkin og Noregur hafi í sameiningu sprengt Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar, hafi í grundvallaratriðum ekki verið erfið frétt. Það hafi verið ljóst frá upphafi, að Rússland stóð ekki að baki sprengjuárásinni og að kafa þyrfti dýpra í málið.

Bent hefur verið á, að Hersh vísar til nafnlausra heimilda og segir hann í svari, að þeir gagnrýnendur sem hafna upplýsingunum í ljósi nafnlausra heimilda, skilji ekki hvernig bransinn virkar. Í þessu samhengi bendir hann á að jafnvel stór bandarísk dagblöð eins og New York Times og Washington Post virðast ekki hafa neinar raunverulegar heimildir með raunverulega innsýn í hvorki herinn né leyniþjónustuna. „Nafnlausu heimildarmennirnir“ sem umrædd blöð vitna í geta oft verið blaðamaður eða blaðafulltrúi „sem hvíslar einhverju að þeim úr fjarska“ og veita enga raunverulega innsýn í til dæmis yfirstandandi stríð í Úkraínu.

„Þeir virðast ekki hafa neinn mann inni… Stríðið sem ég þekki til er ekki stríðið sem þú lest um.“

Fjölmiðlarisarnir eru gjallarhorn fyrir Hvíta húsið

Varðandi sprengingarnar á Nord Stream, að sögn blaðamannsins, var augljóst að Nató-ríki átti hlut að máli – ekki síst þegar nokkrir háttsettir bandarískir fulltrúar, þar á meðal sjálfur Joe Biden, hótuðu því opinberlega, að Nord Stream yrði stöðvað ef Rússar færu með her inn í Úkraínu.

„Þetta kom mér á óvart vegna þess að þetta voru svo augljósar fréttir. Rússarnir gerðu það ekki og ef Rússar gerðu það ekki, hvaða Nató-ríki gerði það?… Það er ekki einu sinni erfitt að skilja það. Forseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra sögðu báðir að þeir myndu gera það – og þeir gerðu það.“

Litu á gasið frá Rússlandi sem ógn við hagsmuni Bandaríkjanna

Hersh bendir á að litið hafi verið á gasbirgðir Vestur-Evrópu frá Rússlandi sem geopólitíska ógn við Bandaríkin og að Nord Stream gæti útvegað ódýrt gas „komandi áratugi“ – auk hagkvæmrar iðnaðarframleiðslu gerði þýskum fyrirtækjum einnig heimilt að endurselja gasið með hagnaði.

„Það sem ég veit, er að hann (Biden) leit á gasið sem vopn, vegna þess að svo lengi sem Rússar seldu það, töldu þeir (Bandaríkin) að Rússar myndu nota það sem vopn ef það yrði stríð.“


Heyra má allt samtalið með Seymour Hersh með því að smella á spilarann hér að neðan


Fyrir utan Tucker Carlson hjá Fox News sýndu meginmiðlar engan áhuga á málinu

Hersh hefur helgað sig rannsóknarblaðamennsku í 50 ár og er ekki hrifinn af fjölmiðlaumfjöllun um stríðið en telur að lesendur og áhorfendur séu beinlínis fóðraðir á rangri mynd af raunveruleikanum. Hann er einnig mjög gagnrýninn á fjölmiðlarisa eins og Washington Post, MSN, CNN og New York Times sem segja gagnrýnislaust frá því sem Hvíta húsið vilji að þeir tali um og virki í reynd sem málpípa fyrir Biden-stjórnina. Hann bendir ennfremur á, að enginn þeirra hafi haft áhuga að heyra í honum, þegar hann vakti athygli á aðild Bandaríkjanna að sprengingunum.

Eini rótgróni bandaríski blaðamaðurinn, sem vildi taka viðtal við Hersh, var Tucker Carlson frá Fox News – rás sem margir af stóru fjölmiðlunum ásamt demókrataflokknum fyrirlíta. „Það er hreint ótrúlegt hvernig þeir stilla sér upp í röð“ segir Hersh um einsleitnina í fjölmiðlalandslaginu.

Upplýsingatregðan nær langt aftur í tímann

Þó vissulega hafi verið meiri heilindi blaðamanna áður fyrr og blaðamenn hafi þá þorað að efast um valdamenn í meira mæli en núna, þá neituðu einnig mörg stór bandarísk blöð að birta uppljóstranir hans um bandarísk fjöldamorð á almennum borgurum í Víetnam stríðinu. Jafnvel þá, segir Hersh, var tregða til að segja frá hlutum sem þóttu „slæmir“ fyrir Bandaríkin. Hersh bendir á, að þetta hafi einnig verið staðreynd, til dæmis varðandi þaggaða atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Hers bendir einnig á, að margir Þjóðverjar séu mjög óhressir með fréttirnar af þátttöku Bandaríkjanna og himinháan framfærslukostnað vegna árásarinnar.

„Það hefur aldrei verið spurning um, að fjölmiðlar væru móttækilegir fyrir fréttum sem gætu verið mjög neikvæðar fyrir okkur… Enginn vill tala um, að við eyddum tveimur árum í að sprengja þýskar borgir daglega (í síðari heimsstyrjöldinni).“

Áhyggjur af Trump sem forseta á nýjan leik

Seymour Hersh veltir því fyrir sér, hvort tregðan til að greina frá hlutverki Bandaríkjanna í sprengjuárásinni á Nord Stream sé að hluta til vegna þess að margir fjölmiðlar hafa áhyggjur af komandi kosningasigri Repúblikanaflokksins með „nýjum Trump“ sem forseta – og að það sé ástæðan fyrir því, að þau séu sérstaklega varkár við og skýla Joe Biden.

„Ég get skilið það en forsetinn er samt ábyrgur fyrir einhverju… Það verður að útskýra, hvers vegna þetta var afskaplega heimskulega gert.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila