Sigurjón Þórðarson skrifar: Skoðanagrýlan og kynþáttahatrið

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Einn helsti þáttarstjórnandi RÚV Egill Helgason, gerir því skóna í skrifum á netinu að  Íslendingar séu illa haldnir af kynþáttahatri.

Þessu til rökstuðnings birti hann skrif eftir heimspeking sem nefndi reyndar ekkert dæmi máli sínu til stuðnings. Egill vitnaði einnig til fréttar af varaþingmanni Framsóknarflokksins sem benti á skrif fyrrum menntaskólakennara á FB um erlendan keppanda í Söngvakeppni RÚV. Vissulega voru þau skrif vond en þó alls ekki verri en  ýmislegt sem hefur fallið um íslenskan keppenda sem vann umrædda Söngvakeppni.

Óhjákvæmilega þurfa hliðverðir umræðunnar á RÚV, Egill Helga ofl. að skýra nánar  hvað þeir eiga við um að Íslendingar séu haldnir smásálarlegu kynþátthatri. 

Er kynþáttahatrið fólgið í umræðu um:

1) Kostnað vegna hælisleitenda?

2) Fjölda hælisleitenda og álag á innviði t.d. mennta- og heilbrigðiskerfið?

3) Mismunandi glæpatíðni eftir upprunalöndum innflytjenda á hinum norðurlöndum og hvernig megi forðast að lenda í sömu ógöngum og Svíar?

4) Ógnandi mótmæli hælisleitenda m.a. á Alþingi?

5) kynferðisbrot erlendra leigubílstjóra?

6) Ofbeldisglæpi og líflátshótanir hælisleitenda m.a. á hendur vararíkissaksóknara?

7) Mismunandi afstöðu innflytjenda til jafnréttis og kynhneigðar?

Til að tryggja góða aðlögun þyrfti ef vel ætti að vera rækilega umræða um alla ofangreinda þætti. Hvernig stendur á því að „góðir“ fjölmiðlamenn taka upp því að gerast skoðanagrýlur og reyna að úthrópa þarfa umræðu?

Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og núverandi varaþingmaður Flokks fólksins

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila