Sjáið hvernig nota má gervigreind til að sýna falska frétt um „handtöku“ Donald Trump

Hér má sjá hvernig forritið Midjourney v5 hefur búið til myndir af hugsanlegri handtöku Donald Trump einungis með því að skrifa nokkrar línur í forritið (mynd skjáskot Twitter).

Donald Trump varaði áður við því að handtaka ætti hann á þriðjudaginn var en ekkert bólar enn á neinni handtöku og fræðimenn rífast um lögmæti slíkrar hugmyndar, þegar ekkert er á borðinu nema gömul lygasaga um Stormy Daníels. Núna hefur hins vegar uppfinningaríkur einstaklingur látið gervigreindarforrit lýsa handtöku fyrrverandi forseta í myndaseríu yfir 80 mynda, sem hann birti á samfélagsmiðlum. Myndirnar hafa fengið mikla útbreiðslu á örskömmum tíma.

Tilbúnu myndirnar sýna þegar lögreglumenn í New York hafa gripið Trump og halda honum á meðan hann streitist gegn og á einni myndinni sést Trump hlaupa frá lögreglumönnunum. Þegar myndirnar eru skoðaðar nánar má sjá brenglaðan texta á einkennisbúningum lögreglumannanna ásamt röngum andlitum og höndum. Ein mynd sýnir Trump með lögreglubelti. Það var Eliot Higgins, stofnandi rannsóknarhópsins Bellingcat sem lét gervigreindina búa til myndirnar. Higgins deildi myndunum á Twitter og benti á, að þær væru búnar til með forritinu Midjourney, sem notar skapandi gervigreind til að búa til myndir byggðar á einföldum textaleiðbeiningum.

Fyrir nokkrar myndirnar sagði Higgins að hann hafi slegið inn textann „Donald Trump dettur um koll þegar hann er handtekinn. Fibonacci spírall. Fréttaefni“ til að búa til myndirnar. Sumir notendur samfélagsmiðla dreifðu síðan myndunum á öðrum kerfum án þess að útskýra að þær væru tilbúnar.

Á sama tíma er gerð myndanna gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Einn notandi skrifar:

„Af hverju ætti einhver að búa til svona falskar myndir, þegar hann gæti verið handtekinn á þessum tímapunkti? Er verið að reyna að trufla þá raunverulegri hættu sem steðjar að fyrrverandi forseta?“

Lögreglan eltir Trump á götum úti skv. gervigreindinni
Trump enn á hlaupum undan lögreglu New York skv. gervigreindinni
Lögreglan hefur umkringt Trump skv. gervigreindinni
Myndir skv. gervigreindinni
Trump þrífur fangelsi sem fangi skv. gervigreindinni
Trump að undirbúa flótta úr fangelsinu skv. gervigreindinni
Trump kominn úr flóttagöngum sem hann gróf sér leið úr fangelsinu skv. gervigreindinni

Fleiri myndir má sjá hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila