Heimsmálin: Skiptar skoðanir um hvernig koma eigi á friði á GAZA

Í heimsmálunum  ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri meðal annars um innrás Hamas inn í Ísrael, þær skelfilegu aðstæður sem eru á Gaza svæðinu í mannúðarmálum, hættuna á útbreiðslu stríðsins og hvaða lausnir gætu verið framundan.

Í þættinum kom fram í samtali Hilmars og Péturs að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er búinn að vera á ferðalagi í Miðausturlöndum og kallar nú eftir vopnahléi á Gaza svæðinu (e. humanitarian pause) til þess að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til almennra borgara. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael hefur hinsvegar ekki viljað ljá máls á því fyrr en allir gíslar sem Hamas tók hafa verið látnir lausir.

Talsverð hætta á útbreiðslu átakanna

Mikill hiti er í málunum og einn ráðherra í Ísrael talaði um að nota kjarnorkuvopn á Gaza en honum var vikið af ríkisstjórnarfundi í kjölfarið. Mjög skiptar skoðanir eru um hvað eigi að gera til að koma á friði og hætta er á að stríðið breiðist út,  t.d. að Hezbollah, sem eins og Hamas er stutt af Íran, og staðsett er í Líbanon blandist í stríðið að fullum þunga. Einnig gæti Sýrland og Íran blandast í átökin á Gaza fyrir utan hugsanleg átök á Vesturbakkanum. Stríðið gæti síðan breiðst út enn frekar í Mið-Austurlöndum.

Athyglisverð viðbrögð alþjóðasamfélagsins

Þann 27. október sl. fór fram atkvæðagreiðsla hjá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Af 179 löndum greiddu 120 ríki atkvæði með tillögunni, 45 sátu hjá og 14 greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Meðal ríkja sem greiddu atkvæði á móti vopnahléi voru ýmis smáríki í Kyrrahafi eða ríki sem ekki hafa verið mjög áberandi á alþjóðavettvangi. Meðal þessarar ríkja voru Fídji, Gvatemala, Marshallaeyjar, Míkrónesía, Náúru, Papúa Nýja-Gínea, Paragvæ og Tonga.

Meðal ríkja sem greiddu atkvæði með vopnahléi á Gaza voru Belgía, Frakkland, Írland, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn og Sviss. Athygli vekur að Noregur var eina landið meðal Norðurlanda sem greiddi atkvæði með vopnahléi. Hin Norðurlöndin sátu hjá.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila