Útvarp Saga hefur áður sagt frá mannsmyglaraskipinu Ocean Viking, sem er rekið af samtökunum SOS Mediterranée í nánu samstarfi við Lækna án landamæra. Danski bloggarinn Flemming Nielsen hefur kynnt sér málið og skrifaði eftirfarandi pistil á Facebook um málið, sem Útvarp Saga stikar hér á í lausri þýðingu:
Í norska blaðinu NG, státar Ocean Viking af því að hafa „bjargað“ 196 hælisleitendum frá nokkrum bátum, sem voru í „sjónauð“ á Miðjarðarhafi. Flestar þessarra svo kölluðu „björgunaraðgerða“ samtakanna gerast skammt undan ströndum Líbíu rétt fyrir utan alþjóðlegu 12 mílna landhelgi Líbíu og stundum einnig ólöglega innan þessara 12 mílna landhelgi. Hælisleitendurnir koma fyrst og fremst frá Afríkuríkjum og mikill meirihluti þeirra uppfyllir ekki lágmarkskröfur til að fá hæli eða búsetu í Evrópu.
Gúmmíbátunum ekki ætlað að taka flóttamenn yfir Miðjarðarhafið heldur einungis út fyrir landhelgi Líbíu
Gúmmíbátarnir undan ströndum Líbíu eru hvorki með nægt eldsneyti, mat né drykkjarvatn til að komast til Evrópu á eigin spýtur enda er það heldur ekki ætlunin. Á skipaskráningarsvæðum eins og https://www.vesselfinder.com/ og https://www.marinetraffic.com/ geta bæði mannsmygglarar og hælisleitendur séð nákvæma staðsetningu ferja. Upptökustaðir farandfólksins eru ákveðnir gegnum Skype eða venjulegum farsímasamtölum.
Landamæralögregla ESB, Frontex, sem á að verja ytri landamæri Evrópu, er stór þátttakandi í skipulögðu mannsmygli innflytjenda aðallega frá Afríkuríkjum til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Frontex notaði áður ferjuna Siem Pilot. Á þeim tveimur árum, sem Siem Pilot var í rekstri, þá flutti þetta eina skip meira en 60.000 innflytjendur til Evrópu. Í dag hefur Siem Pilot verið skipt út fyrir enn stærri farþegaferju „Ólympíuforingjann.“
Kortið á skjánum er frá vefsíðu SOS Mediterranée og fáninn sýnir einn af nokkrum upptökustöðum. Græna línan á myndinni markar landhelgi Líbíu. „Björgun“ fór fram í um það bil tvöfaldri fjarlægð frá strönd Líbíu, sem svarar til 24 sjómílna, sem er um 44 kílómetra frá strönd Líbíu. „Læknar án landamæra“ og „Bjargið börnunum“ hafa verið með í þessum aðgerðum. Á þeim tveimur árum, sem Bjargið börnunum notaði ferjuna Vos Hestia, þá flutti þetta eina skip um 83.200 innflytjendur til Evrópu yfir Miðjarðarhafið.
Skipulagt smygl yfir 2 milljóna innflytjenda til Evrópu síðan 2014
Alþjóðlegi Rauði krossinn tekur einnig þátt. M.a. í samstarfi við MOAS (Migrant Offshore Aid Station) og SOS Mediterranée. Viðskiptavina verður að afla fyrir ábatasaman góðærisiðnaðinn. MOAS hefur yfir að ráða nokkrum skipum. Það nýjasta heitir Sea-Eye 4. Þau hafa áður verið með eða hafa Sea-Eye 1, Sea-Eye 2 og Sea-Eye 3. Ekki er vitað hversu mörg þeirra eru nú í rekstri. SOS Mediterranées hefur ferjuna Ocean Viking og hafa áður verið með ferjuna Vatnsberann. Frá febrúar 2016 til desember 2018 flutti Vatnsberinn 29.523 innflytjendur frá ströndum Líbíu til Evrópu.
Rauði krossinn segjast vera frjáls félagasamtök. Það þýðir stofnun án pólitískra hagsmuna og óháð ríkjum. Af tekjum Rauða krossins upp á 1.338 milljónir danskra króna koma 603 milljónir frá utanríkisráðuneytinu og dönsku útlendingastofnuninni. Galnir Danir leggja síðan aukalega 230 milljónir danskra króna í þessa ábatasömu velgjörðarstarfssemi.
Frá árinu 2014 hafa félagasamtök og ESB flutt í sameiningu 2.225.317 innflytjendur til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Hin svo kallaða „flóttamannakreppa“ er undirbúin og skipulögð svik við íbúa Evrópu og stjórnað af ESB.