Skotárás í Sandviken: 2 drepnir – 2 særðir

Frá vinstri: Temo Allbäck, lögreglustjóri, Gästrikland, Catarina Bowall lögreglustjóri Gävleborg og Karin Wessén, rannsóknardeild lögreglunnar, Gävleborg á blaðamannafundi í dag um hið hráa ofbeldi sem þjakar Svía (skjáskot SVT).

Skotárásirnar, drápin halda áfram í Svíþjóð af fullum krafti. Þetta ár verður eitt hið blóðugasta og mest eyðileggjandi ár, þegar sprengjuódæðin eru tekin með. Nú er svo komið að engu máli skiptir, hvar í landinu maður er staddur, allir eru í hættu vegna vopnaðra stríðsátaka á milli glæpahópanna og innan glæpahópa. Í þessari skotárás var blindur maður á áttræðisaldri drepinn en hann var fastagestur á veitingahúsinu. Tveir aðrir saklausir veitingagestir eru særðir. Maður á þrítugsaldri, annar þeirra sem var drepinn, er talinn hafa verið skotmarkið en allir aðrir voru á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Lögreglan sagði í fyrstu að um alvarlegan glæp hefði verið að ræða og tilkynnti á föstudagsmorgun að um skotárás væri að ræða. Nokkrir menn fundust með skotsár á veitingastaðnum. Á föstudagsmorgun tilkynnti lögreglan að tveir mannanna væru látnir. Haft hefur verið samband við aðstandendur. Hinir látnu eru karlmaður á þrítugsaldri og karlmaður á áttræðisaldri. Að sögn lögreglu eru þau særðu karlmaður 45 ára og kona 20 ára. Annar þeirra látnu er sagður hafa verið skotmarkið. Magnus Jansson Klarin, fulltrúi lögreglunnar segir við Expressen:

„Við gerum ráð fyrir því, að hinir þrír sem voru skotnir hafi líklega verið bara á staðnum.“

Vinur gamla mannsins segir, að hann hafi verið vinalegur maður: „Þetta er hræðilegt. Hann var frábær manneskja, góður og alltaf glaður.“ Lögreglan rannsakar atvikið sem tvö morðmál. Enginn grunaður hefur enn verið handtekinn. Samkvæmt Expressen átti svartklæddur gerandi að hafa farið inn á krána og á örfáum sekúndum hefði hann hleypt af nokkrum skotum. Eitt af fórnarlömbunum er talið hafa verið skotmark glæpsins og sagt er að skotið var af stuttu færi.

Búast við að ódæðið tengist glæpahópi á svæðinu

Lögreglan rannsakar nú hvort tengja megi skotárásina við nýleg ofbeldisverk meðal annars í Uppsölum og Stokkhólmi. Samkvæmt SVT er óvissan mikil og líklegt að um svæðisbundinn vanda sé að ræða. Ríkislögreglustjórinn Anders Tornberg segir ódæðið hrátt.

„Hugur okkar fer fyrst og fremst til saklausra fórnarlamba og til aðstandenda þeirra. Það er hrátt ódæði sem hefur átt sér stað og við munum gera allt til að handtaka sökudólgana. Ég hef verið í sambandi við svæðislögreglustjórann í Mið-Svíþjóð.“

Sjónarvottar sögðu Expressen, að þau hefðu séð fjórhjólatæki á vettvangi og síðan heyrt skothljóð. Íbúi í húsinu segir við Expressen:

„Við heyrðum fleiri en sex og færri en tíu skot. Þeir eru að byggja hérna svo við héldum að þetta væri hávaði frá vegavinnunni. Þá skildist okkur að það væru skothvellir vegna fjölda lögreglubíla.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila