Skotárásir – lík, skotárásir – lík … sænskir fjölmiðlar flásandi í blóði drifnum sögum um skotbardaga og lík

Skotárásir – lík, skotárásir – lík…myndir af lögreglu við störf, sundursprengd anddyri húsa, lokanir á lestarstöðum sem stöðvar ferðir fólks, lokanir á skólum sem truflar hversdagslíf barna, lokanir allt í einu hvar sem er, grátandi lögregla sem ræður ekki við neitt. Ofbeldisfrásagnirnar eru farnar að taka svo mikið pláss í sænskum fjölmiðlum að jafnvel Úkraínustríðið byrjar að fölna.

Allt Svíþjóð orðið að útsettu svæði og lögreglan grætur

Skotárásir eru þrefalt fleiri á upphafsmánuðum 2022 en fyrir ári síðan. Stjórnvöldum hefur mistekist herfilega að takast á við vandann. Annar hver lögreglumaður íhugar að segja upp störfum. Margir hafa þegar gert það og fagna frelsi í annarri starfsgrein. Talað er um grátandi lögreglumenn sem fá ekki lengur við neitt ráðið.

Dómskerfið deilir út „konfekti“ til glæpamanna með lágum refsingum og afslætti á viðurlögum. Brjálaðir íslamistar í páskauppreisn gegn lögreglu og sænsku samfélagi, sem köstuðu stærðar grjóti til að drepa lögreglumenn, sem næstum tókst en um 200 lögreglumenn slösuðust í átökunum og sumir mjög alvarlega. Fyrsti dómurinn sem féll gegn einum slíkum verðandi lögreglumorðingja voru 6 mánuðir og þarf hann bara að vera í fangelsi í 4 mánuði vegna hefðbundins afsláttar.

Reiðin meðal lögreglumanna er bæði skiljanleg og sorgleg, að sá góði hópur manna og kvenna, sem eyðir lífi sínu í að tryggja okkur hinum sæmilegt líf, nýtur ekki meiri stuðnings meðal þeirra sem stjórna landinu.

Í sveitarfélagi eftir sveitarfélag hafa glæpaklíkur hreiðrað um sig og er nú svo komið að margir segja, þ.á.m. sumir lögreglumennirnir sjálfir, að allt Svíþjóð sé orðið að einu allsherjar útsettu svæði.

Af hverju særðust ekki 200 ofbeldisvargar í staðinn?

Og það má ekki segja neitt, sem getur farið í taugarnar á glæpamönnunum. Til dæmis spurði Ebba Busch formaður Kristdemókrata eftir páskastríðið, af hverju það væru ekki 200 ofbeldismenn sem væru slasaðir í stað lögreglumannanna. Sænska jafnaðarmannahirðin fór úr límingunni og réð ekkert við hneysklishljóðin, sem fylltu sænska fjölmiðla á eftir. Þrátt fyrir, að nýji forsætisráðherrann, Magdalena Andersson, útskýrði réttilega um hvað páskastríðið snérist, nefnilega að myrk öfl í Svíþjóð hefðu skipulagt sameiginlega árás á öll þau gildi sem Svíar standa fyrir, þá hæla ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér af því, hversu duglegir þeir eru gagnvart glæpamennskunni.

Eyða þeir stórfé skattgreiðenda í alls kyns gælu- og delluverkefni til að blíðka glæpahópana í von um að þeir hætti að nota byssur. Árangurinn er að sjálfsögðu hið gagnstæða, þar sem skotárásir hafa þrefaldast í ár.

Tveir dauðir í skotárás í Örebro – skólum lokað í dag…

Lögreglan fann tvo hálfdauða unga menn fyrir utan barnaskóla í Örebro eftir skotbardaga í gærkvöldi og dóu báðir síðar á sjúkrahúsi. Í síðustu viku fann lögreglan sundurskotinn, dauðan mann í bíl eftir skotárás í sama íbúðarhverfi. O.s.frv. Svona halda sögurnar áfram í Skotþjóð Norðurlanda, Evrópu og heimsins.

Og áfram er mokað inn atvinnulausu fólki eins og enginn sé morgundagurinn.

Er ekki til eitthvað gott ráð við flökri?

Sjá nánar hér og hér

Mikið af fólki safnaðist við merkingu lögreglunnar á morðstaðnum í Örebro í gærkvöldi. Rannsókn haldið áfram í dag og þrír barnaskólar fella niður kennslu í dag.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila