Skotárásir og sprengjur ná nýjum hæðum í Svíþjóð – 324 skotárásir og 165 skráð tilfelli sprenginga og sprengjuundirbúnings í ár

Svíar vonast til að nýja ríkisstjórnin, sem nýtur stuðnings Svíþjóðardemókrata, muni takast að setja bönd á allar glæpaklíkurnar í Svíþjóð en núna er skotið og sprengt eins og enginn sé morgundagurinn og hefur ofbeldið aldrei áður náð tölum dagsins í dag.

Nýlega voru skotárásir í Södertälje en þar eru börnin stressuð af ótta yfir því að verða skotin og særast eða deyja og eigendur fyrirtækja eru við það að gefast upp. Á milli 23. september og 6. október voru þrír drepnir og aðrir þrír særðir í fimm skotárásum. Í gær var aftur skotið og maður særður.

Samnytt tók saman tölur lögreglunnar um skotárásirnar og sprengjuárásirnar það sem af er þessu ári.

Skotárásir

Fram að 15. október á þessu ári hefur lögreglan skráð 324 skotárásir. Í 92 tilvikum særðist fólk og í 53 tilvikum var um mannsdráp að ræða.

Flestar skotárásirnar hafa átt sér stað í Stokkhólmi (108) og næst mest hefur verið skotið í Suður-Svíþjóð (75).

Sprengjuárásir

Um miðjan október höfðu alls verið skráð 165 tilfelli af annaðhvort framkvæmdum sprengingum (79), undirbúningi (59) eða tilraunum (27) til sprenginga. Lögreglan hefur sem betur fer afstýrt hryðjuverkum nokkrum sinnum í ár, sem gætu hafa skapað dauða og öngþveiti á fjölförnum stöðum.

Þegar litið er til fullgerðra sprenginga er Suður-Svíþjóð verst (31) og einnig varðandi sprengjutilraunir (11). Varðandi undirbúning sprengjuódæða er mið-Svíþjóð hins vegar verst (15).

Síðast var sprengt í Helsingjaborg aðfararnótt sunnudags við fyrirtæki, þar áður sprakk sprengja í bíl í miðbæ Enköping og særður maður fluttur með þyrlu á sjúkrahús.

Ný met slegin

Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, birti dökka spá á blaðamannafundi eftir að fjöldi látinna sló nýtt met í skotárásum þegar í september:

„Það virðist sem að nýtt met verði sett á þessu ári. Það þýðir – ef þetta heldur áfram á sama hraða – verða allt að 60 drepnir.“

Kveikt í tugum bíla í Malmö í nótt

Slökkvilið Malmö hafði nóg að gera í nótt en kveikt var í bílum á fimm stöðum og eru um 20 bílar ónýtir eftir þessa nótt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila