Soros vill að Rússlandi verði skipt upp í mörg smáríki

Auðkýfingurinn og einnar heimsstjórnarsinninn George Soros vill að Rússlandi verði skipt upp í mörg smáríki og segir að þess vegna sé sigur Úkraínu í stríðinu vera afar mikilvægan. Þetta kom fram í ræðu Soros á öryggisráðstefnunni í München á dögunum. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um málið en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Fjármagnaði stríð glæpahópa gegn lögreglunni

Soros sem af mörgum er kallaður hinn ókjörni leiðtogi þingmanna í Evrópu hefur um langa hríð haft mikil afskipti af stóratburðum úti í heimi og er afar umdeildur. Stofnanir á hans vegum fjármögnuðu meðal annars stríð glæpahópa gegn lögreglunni í Bandaríkjunum árið 2021. Einnig er frægt þegar hann gerði atlögu að breska pundinu fyrir um 30 árum og hefur réttilega harðlega verið gagnrýndur, meðal annars af blaðamanninum Tucker Carlson sem segir Soros hafa valdið glundroða í heiminum í áratugi með stefnu sinni.

Útspil Soros hafa oftar en ekki einkennst af hræðsluáróðri og nýjasta útspil hans um að opin og lokuð samfélög berjist um yfirráðin yfir heiminum hafa vakið sérstaka athygli, ekki síst í ljósi þess að það sé mat flestra að það sé hópur glóbalista sem helst berjist um yfirráðin yfir heiminum, en það er sá hópur sem George Soros hefur leitt leynt og ljóst síðustu áratugi og oftar en ekki verið þar fremstur meðal jafningja.

Afskipti Soros af stríðinu hrollvekjandi

Það fer því eðlilega hrollur um marga þegar Soros viðrar sínar hugmyndir og stefnu um Úkraínustríðið og hafa farið fram miklar umræður á Twitter þar sem sitt sýnist hverjum um hugmyndir hans. Meðal annars er bent á að sú sýn hans um að best væri að skipta Rússlandi upp í mörg smáríki þýði einfaldlega það að hann vilji útrýma rússnesku þjóðinni. Þá benda margir á að ef þessí sýn hans myndi raungerast myndi það kalla á átök milli þessara smáríkja, átaka sem gætu endað með mikilli skelfingu.

Hlusta má á viðtalið við Gústaf Skúlason hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila