Sprengjárásir á Skáni og Stokkhólmi í gær og í dag

Aðfararnótt sunnudags voru tvö sprengjutilræði á Skáni, Svíþjóð. Um klukkan 02:30 barst útkall til neyðarþjónustu vegna öflugrar sprengingar í Laröd, skammt norður af Helsingborg.

Sprengjuárás skammt norður af Helsingborg

Sprengingarnar sem heyrðust reyndust vera úr bíl, sem var sprengdur í íbúðahverfi. Bílnum var lagt á innkeyrslu fyrir utan lóð og skemmdust fleiri bílar og fasteignin við verknaðinn. Tommy Bengtsson, vaktastjóri hjá lögreglunni í SuðurþSvíþjóð sagði við Expressen:

„Það var alvöru hleðsla. Það er aðallega bíllinn sem hefur skemmst mikið.“

Tommy Bengtsson segir við TT, að sprengingin hafi heyrst alla leið niður á lögreglustöðina í Helsingborg. Lögreglustöðin er um fimm kílómetra frá vettvangi glæpsins.

Lögreglan skrifar á heimasíðu sína að glæpurinn sé rannsakaður sem gróf skemmdarverk.

Sprengjuárás við fjölbýlishús í Trelleborg

Nokkrum klukkustundum síðar varð önnur sprengjuárás á Skáni. Að þessu sinni í Trelleborg.

Klukkan 05:00 á sunnudagsmorgun hringdu nokkrir í miðborg Trelleborg á lögregluna eftir að hafa heyrt háa hvell, segir í frétt Expressen. Óþekktur hlutur hafði sprungið við útidyr fjölbýlishúss í borginni. Hurð og aðliggjandi gluggi skemmdust við verknaðinn.

Á vef lögreglunnar segir að þjóðarsprengjusveitin hafi farið á vettvang. Lögregluna grunar að það hafi verið öflugri flugeldahlutur eða svo kallaður „banger“ sem sprakk. Mesta mildi, að enginn virðist hafa slasast í sprengingunum.

Sprengjuárás í norður Stokkhólmi

Í dag sunnudag sprakk sprengja við einbýlishús í Märsta í Norður-Stokkhólmi. Sást grímugklæddur maður fara frá svæðinu í bíl fyrir sprengjuna.

Skotárás í Gävle í dag

Skotárás í Gävle í dag og særður maður fannst og var fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu.

Skotárás í Partille Göteborg sunnudagskvöld

25 ára gamall maður skotinn

Helgina á undan var sprengd sprengja við fyrirtæki í Helsingborg og kveikt í fleiri bílum.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila