Staða Netanyahu eitt af því sem knýr stríðið áfram

Staða Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael er eitt af því sem knýr stríðið í Palestínu áfram. Hann reynir að halda stríðinu áfram að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér að þurfa að hrökklast frá völdum og eigi dómsmál yfir höfði sér. Þetta segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur en hann var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Þá segir Stefán að stríðið snúist allt ekki í raun og veru um að gera útaf við Hamas liða heldur séu áformin önnur og hryllilegri. Hann segir stefnuna vera þá að hreinlega að flæma alla Palstínumenn á brott, því sé þarna um þjóðernishreinsanir að ræða en ekki stríð við Hamas nema að nafninu til og sú ástæða notuð sem yfirvarp.

Fólk handtekið sem ekki tilheyrir Hamas

Í þættinum var bent á að til dæmis séu átök á Vesturbakkanum en þar séu þar ekki Hamas liðar sem stjórni því svæði. Þá sé verið að handtaka Palestínumenn sem ekki tengist Hamas á nokkurn hátt svo ljóst er hver raunverulegur tilgangur aðgerða Ísraela sé og þeir ætlist til þess að önnur ríki taki svo við Palestínumönnum.

Þetta eru þjóðernishreinsanir

Ísraelar hafa líka sent nágrannaríkjun sínum tóninn vegna þess að þau séu ekki viljug til þess að aðstoða Ísraela í aðgerðum sínum og ljóst sé að ríkin sjái að þarna sé um þjóðernishreinsanir að ræða. Meðal annars ætlast Ísraelar til þess að Evrópuþjóðir taki þátt í þessum aðgerðum.

Eins og kunnugt er hafa deilurnar um Palestínu staðið lengi yfir og áður voru stjórnmálaflokkar til sem vildu fara málamiðlunarleiðir í deilunni en nú séu slíkir flokkar ekki til lengur sem geri stöðuna erfiðari auk þess sem leifarnar af gömlu flokkunum styðji nú við það ástand sem ríkir á svæðinu nú um stundir.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um Palestínumálið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila