„Steypan logar“ – fjölmiðlar blekkja um ofurhita í Suður-Evrópu

Æsingurinn um að geta sannað hamfarahlýnunina leiðir ýmsa fjölmiðla til að breyta hefðbundnum mælingum og byrja að mæla hita á jörðu í stað lofthita sem venja er (skjáskot Twitter).

Margir sænskir fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá því, að 60 stiga hiti hafi mælst á Spáni. Þeir sem lesa allan textann uppgötva að hér er um hita á jörðu að ræða – sem venjulega er mun meiri en hitinn í loftinu.

Þannig sagði t.d. í fyrirsögn á vef sænska ríkisútvarpsins í vikunni: „Mikill hiti gengur yfir Evrópu – 60 gráður á Spáni.“ Í grein á heimasíðu útvarpsins mátti lesa um „60 gráður í innlandi Spánar.“

Breyttu umfjöllun eftir gagnrýni

Eftir mikla gagnrýni m.a. frá Kai Weinefelt, sem athugar fréttamennsku fjölmiðla, þá breytti sænska útvarpið bæði fyrirsögn og orðalagi. 60 gráðurnar eru sagðar hiti á jörðu en ekki hitastig í loftinu sem venjulega er mælt og talað um. Hitastig á jörðu í steikjandi sól er venjulega tugum stigum hærra en lofthiti. Engar útskýringar hafa verið gefnar af hverju allt í einu er farið að ræða um hita á jörðu í staðinn fyrir lofthita. Sömu fréttir hafa verið fluttar á svipaðan hátt í ótal alþjóðlegum fjölmiðlum. Sænski þingmaðurinn Jan Ericson hæðist að þessari fréttamennsku og spyr:

„Hvað kemur næst? Að mæla hitann í sólinni í staðinn fyrir í skugga? Ef farið verður að mæla hitann á jörðu niðri í steikjandi sól er örugglega hægt að fá 80 gráður. Eða kannski 90 gráður ef svart malbik er mælt. Möguleikarnir eru óendanlegir ef viljinn finnst.“

Enginn „ofurhiti“ miðað við fyrri tíma

Í frétt Aftonbladet segir, að það sé „erfitt“ fyrir þá Svía sem hafa farið í frí til Suður-Evrópu núna, vegna alls hitans. Einnig ræða fjölmiðlar sérstaklega um „ofurhita“ t.d. í Grikklandi, Spáni og Ítalíu. Alexandra Pascalidou, sem stödd er í Grikklandi, segir í beinni útsendingu sænska sjónvarpsins, að hitinn sé 40 stig í Aþenu:

„Það var um 40 stiga hiti í Aþenu. Steypan logaði, þetta var alveg geggjað! Ég svaf bara þrjá tíma í nótt.“

Í þættinum kemur hins vegar fram að það hafi verið heitt í Grikklandi þegar á níunda áratugnum, þá með hita í kringum 44-45 gráður. Þá dóu um 1300 manns vegna hitans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila