SÞ hvetur aðra til að borða pöddur – býður sjálft upp á kjöt á eigin loftslagsráðstefnum

Loftslagselítan gæðir sér á nautakjöti og drekkur úr plastflöskum samtímis sem öðrum er sagt að borða pöddur

Allt í lagi með nautakjöt hjá þeim sem hafa efni á að ferðast og vera með á tveggja vikna ráðstefnu SÞ um loftslagsmálin.

Núna stendur yfir loftslagsráðstefna SÞ COP27 í Egyptalandi þar sem leiðtogar heimsins koma saman til að ræða meinta loftslagskreppu. Yfirleitt eru ferðamátar þátttakenda gagnrýndar eins og allar einkaþoturnar sem eru notaðar en núna bætist matseðill ráðstefnunnar við. Matseðillinn hefur vakið athygli fyrir gómsæta nautakjötrétti og engin skordýr eða pöddur sjáanlegar, þótt Alþjóðastofnanir séu farnar í alvöru að boða pödduát fyrir aðra. Þannig hefur t.d. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna sent frá sér mikla skýrslu um umleggingu á matarsiðum mannkyns frá kjötneyslu til áts á engisprettum og öðrum skordýrum og pöddum (sjá skýrslu FAO neðst á síðunni).

Á meðan heimurinn er sagður vera í logum helvítis og aðeins nokkra daga frá dómsdegi, þá borða þátttakendur loftslagsráðstefnunnar ýmsa kjöt- og fiskrétti auk mjólkurafurða. Einmitt slíkur matur er yfirleitt af loftslagsdómsdagspredikurum talinn vera stór hluti mengunarvandans, sem þetta fólk segir heiminn staddan í við logandi hlið helvítis.

Nautakjöt með sveppasósu, kjúklingabringur með appelsínusósu og lax með rjómasósu og graslauk eru nokkur dæmi af matseðlinum sem leiðtogar heimsins, diplómatar, embættismenn og aðrir í greininni munu njóta á COP27 fundinum. Einnig er aðgangur að drykkjum og hægt að taka með sér gómsætan mat og drykk í pappírsglösum, flöskum úr plasti og einnig trékaffihrærur í kaffið.

Aðrir eiga að borða skordýr en elítan gæðir sér á safaríkum nautasteikum

Matseðillinn gengur þvert gegn yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og skýrslu IPCC frá 2018 sem segir að „kjöthliðstæður eins og eftirlíkingar af kjöti (úr plöntuafurðum), ræktað kjöt og skordýr geta hjálpað til við umskipti yfir í hollara og sjálfbærara mataræði“.

World Economic Forum, sem hefur verið í samstarfi við SÞ á COP27, hefur einnig verið í fararbroddi að efla kjötlausan mat og heldur því fram, að fólk eigi að velja „loftslagsvænni matvæli“ eins og þörunga, þang og kaktusa.

Auk þess að hætta að borða kjöt á venjulegt fólk að byrja að borða skordýr í staðinn, ef stofnanir eins og ESB fá að ráða. Útvarp Saga greindi frá átaki framkvæmdastjórnar ESB í ágúst s.l. sem sagði að tími væri kominn til að Evrópubúar lærðu að borða skordýr. „Endilega að reyna það“ voru skilaboð framkvæmdastjórnarinnar.

Neðar á síðunni má sjá viðamikla skýrslu SÞ om mengunarskaða nautgripa og dásemdir skordýralífsins fyrir nýjan matseðil annarra en þeirra sem ferðast á einkaþotum á steikveislur glóbalísku elítunnar.

Pöddupunktar Sameinuðu þjóðanna

Myndin er tekin af framsíðu skýrslu FAO um kosti þess að hætta að borða venjulegan mat og snúa sér að skordýraáti í staðinn
  • Skordýr eru hollur, næringarríkur valkostir við almenna afurðir eins og kjúklinga,
    svínakjöt, nautakjöt og jafnvel fisk
  • Mörg skordýr eru rík af próteini og góðri fitu og mikið af kalki, járni og sinki.
  • Skordýr eru nú þegar hefðbundinn hluti af mörgum svæðisbundnum og innlendu mataræði.
  • Skordýr sem matur gefa frá sér færri gróðurhúsalofttegundir en búfé
  • Skordýraeldi er ekki endilega starfsemi á landi og þarf því ekki landssvæði fyrir framleiðslu
  • Losun ammoníaks er langtum minni hjá skordýrum en í hefðbundnum búfénaði til dæmis svínum.
  • Vegna þess að skordýrin hafa kalt blóð, þá eru þau mjög dugleg að breyta fóðri í
    prótein og þurfa margfalt minna fæði til að framleiða sama magn af próteini.
  • Skordýr geta verið fóðruð á lífrænum úrgangsstraumum
  • Skordýraeldi er lágtæknileg og ódýr fjárfesting, sem býður upp á að jafnvel þeir fátækustu í samfélaginu eins og t.d. konur og landlausir, geta gerst skordýrabændur.
  • Skordýraeldi býður upp á afkomumöguleika bæði fyrir borgarbúa og dreifbýlið.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila