Stjórnmálamaður biðst afsökunar á bóluefnaharðstjórn – sennilega sá fyrsti í heiminum

Danielle Smith, sem nýlega var kjörin forsætisráðherra í kanadíska héraðinu Alberta, biður nú alla óbólusetta afsökunar, segir Rebel News.

Býður öllum ríkisstarfsmönnum vinnu aftur og sakaruppgjöf dómstóla á öllum „glæpum“ tengdum lokunarreglum

Selene Galas, blaðamaður Rebel News, spurði Danielle Smith, nýjan forsætisráðherra Alberta, hvenær óbólusett fólk sem stjórnvöld hafa beitt harðstjórn fái afsökunarbeiðni.

Samkvæmt vefblaðinu hafði Smith, sem einnig er flokksleiðtogi Íhaldsflokksins í héraðinu, lofað að gera einmitt það, þegar hún bauð sig fram til forsetaembættisins. Það tók aðeins nokkrar sekúndur að biðjast afsökunar. Danielle Smith sagði:

„Ég get beðist afsökunar núna. Mér þykir það mjög leitt. Ég samhryggist innilega öllum þeim, sem var mismunað á óviðeigandi hátt vegna bóluefnastöðu þeirra. Ég samhryggist innilega öllum þeim ríkisstarfsmönnum, sem voru reknir úr starfi vegna bóluefnastöðu sinnar og býð þá velkomna aftur, ef þeir vilja koma aftur.“

Og ekki nóg með það. Smith íhugar einnig að veita sakaruppgjöf dómstóla til allra íbúa, sem sakaðir eru um glæpi sem tengjast þeim lokunarreglum sem settar voru:

„Ég þarf að fá lögfræðiráðgjöf um þetta mál, svo ég geti séð hvernig við getum haldið áfram. En minn skilningur er að þetta hafi verið pólitískar ákvarðanir.“

Rebel News skrifar að „Alberta er fyrsta lögsagnarumdæmið í Kanada – jafnvel í heiminum – sem biður óbólusetta borgara sína afsökunar á að hafa mismunað þeim.“ Danielle Smith hefur áður sagt að hinir óbólusettu séu „mest mismunaði hópurinn sem ég hef séð á ævi minni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila