Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru stærsta vandamál heimsins í dag

Stjórnvöld í Bandaríkjunum með Joe Biden í fararbroddi eru stærsta vandamálið sem heimurinn glímir við í dag. Lengi hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þótt afar herská og ástandið heldur áfram að versna með hverju árinu sem líður. Skemmst er að minnast allra þeirra stríða sem Bandaríkin hafa tekið þátt í með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi um stríðið í Úkraínu þar sem um þessar mundir er um ár síðan beinn hernaður Rússa innan Úkraínu hófst.

Afskipti Bandaríkjanna af stríðinu hafa síður en svo bætt úr skák frekar en annars staðar þar sem ríkið hefur skipt sér af stríðsrekstri.

Skemmst er að minnast Íraksstríðsins með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hafði fyrir Írösku þjóðina sem kann Bandaríkjamönnum litlar þakkir fyrir að skilja landið eftir í rjúkandi rúst. Þá er einnig vert að rifja upp stríðið í Afganistan sem bar ekki meiri árangur en svo að þar eru talibanar komnir aftur til valda.

Því er ekki að undra að margir óttist hvað kunni að verða ef Bandaríkin blandast með beinum hætti inn í átökin í Úkraínu sem Pútín forseti Rússlands hefur einnig varað við að kunni að gerast. Fjölmargir undrast einnig Biden skuli frekar vilja áframhaldandi hernað frekar en svo mikið sem íhuga friðartillögur Kínverja sem þeir hafa sett fram til þess að reyna að leysa úr deilunni. Afstaða Biden kann þó að hljóma ekki eins fjarstæðukennd ef teknir eru með í reikninginn hagsmunir Bandarískra vopnaframleiðenda. Því þó þeir selji ekki vopn beint til Úkraínu hafa fregnir borist af því að vopn frá Bandaríkjunum séu seld til annara landa sem selja svo vopnin til Úkraínu.

Aðeins einn forseti Bandaríkjanna hefur á opinberum vettvangi sýnt í verki vilja til þess að draga úr stríðsrekstri en það er Donald Trump sem í forsetatíð sinni stofnaði aldrei til stríðs og dró úr hernaðarbrölti Bandaríkjanna á erlendri grund. Trump hefur einmitt að undanförnu gagnrýnt harðlega stríðsreksturinn í Úkraínu. Á dögunum sagði Trump á opnum fundi að væri hann forseti myndi hann geta leyst deiluna á mjög skömmum tíma með því að boða Selensky forseta Úkraínu og Pútín forseta Rússlands á sinn fund í þeim tilgangi að finna raunverulega lausn á deilunni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila