Stokkhólmsborg fjármagnar byggingu stórmosku í borginni

Teikning af fyrirhugaðri mosku í Skärholmen í suðurhluta Stokkhólmsborgar. (Mynd © skarholmensmoske.se)

Stokkhólmsborg veitir 13,3 milljónum sænskra skattakróna í byggingu heljarmikillar mosku íslamista sem verið er að reisa í suðurhluta borgarinnar.

Þriggja hæða moska með tveimur 63 metra háum bænaturnum

Moskan er í Skärholmen og verður þrjár hæðir, 2.500 fermetrar innandyra með tveimur 63 metra háum bænaturnum. Talha Okur, sem er talsmaður fjáröflunarsjóðs byggingarinnar „Islamic Foundation í Skärholmen“ segir í viðtali við Kvartal „að vonast sé til þess að moskan verði fullgerð árið 2025.“ Í stjórn íslömsku stofnunarinnar í Skärholmen er meirihlutinn einnig í stjórn sænsku „Milli Görüs“ sem er alþjóðleg hreyfing íslamista. Á heimasíðu moskunnar er því haldið fram, að vestrænn lífsstíll sé ósamrýmanlegur íslam og að allt vald tilheyri Allah. Enn fremur segir:

„Langflestir múslímar jafnvel í vestrænum, nútímavæddum löndum, vilja lifa samkvæmt Sjaríalögum“

Stuðlar að fjölbreytileika Stokkhólmsborgar

Stokkhólmsborg ákvað síðastliðið vor að veita 13,3 milljónum skattkróna til byggingaframkvæmda moskunnar. Kvartal greinir frá því, að Britta Eliasson hjá þróunardeild borgarinnar hafi skrifaði í umsögn yfirvalda fyrir fjárveitingunni „að Stokkhólmsborg líti jákvæðum augum á verkefnið sem stuðli að fjölbreytileika borgarumhverfisins.“

Britta Eliasson lýsti því yfir að sögn Frjálsra tíma, að borgaryfirvöld litu á íslamistana í Skärholmen sem jákvætt afl áður en að Rasmus Paludan myndi fara þangað til að brenna Kóraninn. Íslömsk menningarsamtök Skärholmen hafa áður fengið styrki allt að 3 milljónum sænskra króna meðal annars frá opinberri stofnun til eflingar trúarfélaga og skólayfirvöldum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila