Stoltenberg hættir sem aðalritari Nató síðar í ár – verður Seðlabankastjóri Noregs

Stoltenberg tilkynnti fyrr um ætlun sína að hætta störfum sem aðalritari Nató og verða Seðlabankastjóri Noregs í október í haust (mynd: Nató).

Jens Stoltenberg, sem hefur verið yfirmaður Nató frá árinu 2014, mun hætta í október á þessu ári. Afsögn hans hefur vakið upp vangaveltur um eftirmanninn, þar sem ekki er samstaða um hver eigi að taka við sem æðsti embættismaður hernaðarbandalagsins.

Brottför Jens Stoltenberg þýðir að kjósa þarf nýjan, líklega evrópskan embættismann, í embætti aðalritara Nató. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þegar lekið upplýsingum um hugsanlega frambjóðendur til fjölmiðla. Kjör á nýjum yfirmanni Nató hefur mikið táknrænt gildi og oftast kemur frambjóðandinn frá landi með minni hernaðarlega þýðingu í bandalaginu og sjaldan frá Bandaríkjamönnum, Frökkum og Tyrkjum.

Hernaðaráhersla Nató hefur færst til austurs, þar sem ný aðildarríki Nató í Eystrasaltslöndunum og við Svartahaf halda uppi sífellt harðari orðræðu gegn Rússlandi en eru á sama tíma hernaðarlega berskjölduð vegna landfræðilegrar nálægðar þeirra við Rússland. Talað hefur verið um, að einstaklingur frá einhverju litlu landi í Eystrasaltslöndunum eða Austur-Evrópu ætti að taka við af Stoltenberg og þá sérstaklega ríki, sem hefur harða diplómatíska stefnu gagnvart Rússlandi, skrifar AFP. Skiptar skoðanir eru um þá hugmynd, þar sem hún gæti ögrað Rússum og leitt til beinna átaka.

Aðrir frambjóðendur sem nefndir hafa verið eru varnarmálaráðherra Hollands, Kajsa Ollongren og Chrystia Freeland aðstoðarforsætisráðherra Kanada.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila