Stríðið stigmagnast – Pútín: „Vestræna elítan gerir allt til að varðveita yfirráðin“

Stríðið í Úkraínu er að stigmagnast. Rússar virkja 300.000 varaliða, sem verða sendir á vettvang gegn hersveitum Úkraínu sem þjálfaðar eru af NATO. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ætla að beita öllum tiltækum ráðum til að „verja Rússland og þjóð okkar.“

Rússland kallar 300 þúsund varaliða í herinn – samsvarar 1 % af fullri herkvaðningu í Rússlandi

Í ræðu til þjóðarinnar í morgun, miðvikudag, lýsti Vladimír Pútín Rússlandsforseti yfir, að herafli yrði virkjaður að hluta til í Rússlandi, nánar tiltekið 300.000 varaliðsmenn eða rúmlega 1 % af fullri herkvaðningu Rússlands, að sögn sænska Swebbtv. Bakgrunnurinn eru vopnasendingar Vesturlanda og þjálfun NATO á hersveitum Úkraínu, sem hafa gert átökin í austurhluta Úkraínu sífellt harðari. Evrópa hefur veitt Úkraínu hernaðarstyrk.

Að sögn Pútíns hafa Rússar reynt að finna friðsamlega lausn í Úkraínu í mörg ár en vestræna valdaelítan hafi komið í veg fyrir slíka lausn. Og tilraunir til að stöðva friðarviðræður héldu jafnvel áfram á meðan stríðsátök hafa geisað. Pútín sagði í ræðu sinni:

„Vestræna elítan gerir allt til að varðveita yfirráðin. Þess vegna eru þeir að reyna að hindra og bæla niður alla fullvalda og sjálfstæða þróun, svo að þeir geti haldið áfram að þröngva vilja sínum á hrottalegan hátt upp á aðrar þjóðir og þvinga fölskum gildum sínum á aðra.“

„Markmið þeirra er að veikja, sundra og að lokum tortíma þjóð vorri. Þeir segja nú opinskátt að árið 1991 hafi þeim tekist að sundra Sovétríkjunum og að það sé kominn tími til að gera slíkt hið sama við Rússland, sem á að skipta í mörg mismunandi svæði sem myndu enda í dauðans deilum hvert við annað.“

Hafna friðarsamningum og hafa komið allri vestrænu hervélinni fyrir í Úkraínu

Að sögn Pútíns hefur elítan komið fyrir „allri vestrænu hervélinni“ í Úkraínu.

„Ef landhelgi þjóðar okkar er ógnað, þá munum við beita öllum tiltækum ráðum til að verja Rússland og þjóð okkar. Það er ekkert plat.“

Vladimír Pútín hefur þegar skrifað undir tilskipun um virkjun varaliðsins. Það verður því þegar hafist handa við að skipuleggja varaliðið í Úkraínustríðinu. Varaliðar hersins ásamt þeim sem lokið hafa herþjónustu verða kallaðir í herinn.

Rússneski leiðtoginn sakar vesturveldin um að hafa enn á ný komið í veg fyrir friðarviðræður í vor:

„Eftir að nokkrar málamiðlanir náðust [við Moskvu], þá var Kænugarði beinlínis skipað að hætta við alla samningaumleitanir. Fleiri vopnum var dælt inn í Úkraínu. Stjórn Kænugarðs sendi á vettvang fleiri hópa alþjóðlegra málaliða og þjóðernissinna, herdeildir sem þjálfaðar voru samkvæmt stöðlum NATO undir stjórn vestrænna ráðgjafa.“

Friður var í sjónmáli í vor

Foreign Affairs segir í grein að friður hafi verið uppi á borðinu í vor:

„Samkvæmt mörgum fyrrverandi háttsettum bandarískum embættismönnum sem við ræddum við, virtust rússneskir og úkraínskir ​​samningamenn hafa með semingi komist að samkomulagi um útlínur bráðabirgðasáttar í apríl 2022: Rússar myndu draga sig til baka í stöðuna sem þeir gegndu 23. febrúar, þegar þeir stjórnuðu hluta af Donbass-svæðinu og öllum Krímskaga og í staðinn myndi Úkraína lofa því að sækjast ekki eftir aðild að NATO og fá í staðinn öryggistryggingu nokkurra ríkja.“

Hvað fór úrskeiðis?

Í byrjun maí greindi Ukrainska Pravda frá því, að Boris Johnson, þáverandi leiðtogi Bretlands, hafi komið í óvænta heimsókn til Úkraínu. Hann vildi ekki sjá samningaviðræður við Rússa. Blaðið skrifaði:

„Samkvæmt heimildarmönnum okkar í nærumhverfi Zelenskys, kom Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, nánast fyrirvaralaust fram í höfuðborginni, með tvö skýr skilaboð. Þau fyrri voru, að Pútín væri stríðsglæpamaður, það ætti að knýja hann og ekki semja við hann. Þau síðari voru, að jafnvel þótt Úkraína væri tilbúið að skrifa undir samninga með skilmálum við Pútín, þá væru hinir það ekki (þ.e.a.s. Bretland og Bandaríkin/ritstj. swtv).“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila