Stríðsþreyttir Búlgarar ráðast á byggingu ESB í Sofia

ESB-húsið í Sofíu, Búlgaríu, þegar mótmælendur köstuðu rauðri málningu í mótmælaskyni við stríðsrekstur ESB í Úkraínu. „Búlgaría er friðarsvæði“ sögðu mótmælendur sem vilja að ESB hætti að senda vopn til Úkraínu (mynd skjáskot Twitter).

Í Sofíu höfuðborg Búlgaríu köstuðu mótmælendur rauðri málningu á opinbera byggingu ESB s.l. sunnudag. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum gegn ESB sem voru skipulögð af nokkrum samtökum og einstaklingum sem vilja binda enda á hernaðarstuðning ESB við stríðið í Úkraínu.

Meðal mótmælenda voru nokkrir þingmenn Endurvakningarflokksins, sem gagnrýnir ESB og Nató. Mótmælendur vilja sjá friðarviðræður í stað vopnasendinga og stigmögnun stríðsins. Í skilaboðum þeirra segir að „Búlgaría sé friðarsvæði.“

Bandaríska áróðursstöðin „Radio Free Europe“ segir mótmælendur vera „hlynnta Kreml“ og bendir á, að rússneskur fáni hafi sést á myndbandi af mótmælunum. Fleiri flokkar í Búlgaríu hafa greitt atkvæði gegn sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu og fullyrða að slíkar aðgerðir eigi á hættu að eigið land þeirra dragist inn í tilgangslaust stríð gegn Rússlandi.

Sjá má myndbönd frá mótmælunum hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila