„Sturlað“ – Tucker um bóluefnið og stjórn yfirvalda á fjölmiðlum

Tucker Carlson blaðamaður. Mynd © Gage Skidmore (CC 2.0)


Hlutverk fjölmiðla er að rýna í valdhafa. En þannig virkar það ekki lengur í Bandaríkjunum. Blaðamenn eru of hræddir og stjórnsamir til að þora að ganga gegn stjórnvöldum og öflugum fyrirtækjum landsins segir Tucker Carlson í viðtali við Die Weltwoche. Meðan á Covid stóð, þorði enginn að efast um hið svokallaða bóluefni. Tucker segir, að hann hafi reynt að taka viðtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta en bandarísk stjórnvöld hafi komið í veg fyrir það og enginn fjölmiðill hafi varið hann.

Tucker Carlson greinir meðal annars frá því að hann hafi reynt að taka viðtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta en bandarísk stjórnvöld stöðvuðu hann, segir hann í viðtali við svissneska blaðið Die Weltwoche.

Fjölmiðlar virka ekki lengur

Að sögn Tucker hafa Bandaríkin algjörlega farið af sporinu. Eða réttara sagt, valdaelítan og fjölmiðlar hafa keyrt út af sporinu. Hann tekur Covid bólusetningarnar sem dæmi:

„Til dæmis eru þeir að koma þessu bóluefni út í Bandaríkjunum. Það hefur gífurlegar afleiðingar fyrir íbúana. Hundruð milljóna manna taka það og engar fréttir af bólusetningunum – engar raunverulegar fréttir – eru leyfðar. Fólki er bókstaflega sagt upp störfum ef það efast um virkni og öryggi bóluefnisins. Þetta er sturlað. Í starfandi lýðræðisríki, þar sem væri skylda að taka lyf sem allir yrðu að taka, þá væri það starf fréttamiðla að segja frá því, hvort það sé öruggt eða ekki og hvort það virki. Þeir gerðu hið gagnstæða.“

Stjórnvöld komu í veg fyrir að Tucker fengi Pútín í viðtal

Tucker hefur þannig ekki einu sinni getað tekið viðtal við þá sem hann vill. Tucker bendir á, að stríðið í Úkraínu geti hugsanlega orðið að kjarnorkuátökum risaveldanna en samt er fólki ekki leyft að kynna sér allt sem þarf að kynna sér um það sem er að gerast. Tucker heldur áfram:

„Ég reyndi að taka viðtal við Vladimir Pútín og bandarísk stjórnvöld stöðvuðu mig. Hugsaðu um það í eina mínútu.“

Enginn blaðamaður ver réttindi hans

Enginn annar blaðamaður varði hann, fullyrðir hann. Enginn í fjölmiðlum benti á, að hann ætti rétt á að taka viðtöl við hvern sem hann vill og að fólk eigi rétt á að heyra, hvað Pútín hefur að segja. Í staðinn kalla blaðamenn Tucker ótraustan Bandaríkjamann.

„Þvílíkur brandari. Mér er reyndar alveg sama hvað þeim finnst lengur. Ég þarf ekki að vera að skipta mér af því.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila