Sveinn Rúnar: Sterk ítök gyðinga í Bandaríkjunum

Þau sterku ítök sem gyðingar hafa inn í stjórnmál, fjölmiðla og stórfyrirtæki í Bandaríkjunum skýra mikið til undanlátssemi og náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael. Þetta kom fram í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag en gestur hans var Sveinn Rúnar Hauksson læknir og fyrrverandi formaður félagsins Ísland Palestína.

Þetta geri það að verkum að sá stjórnmálamaður sem ætlaði sér að rísa gegn þessum mikla stuðningi við Ísrael getur farið illa því þá ætti hann enga framtíð í stjórnmálum.

IPAC er þrýstihópur sem fylgist með þingmönnum

Aðspurður í ljósi þess að gyðingar séu aðeins 2% Bandaríkjamanna hvernig þeir geti haft þessi gífurlegu áhrif innan Bandaríkjanna segir Sveinn Rúnar að það geri þeir með fjármagninu. Það sé gríðarstór þrýstihópur sem heiti IPAC og er í raun heilt fyrirtæki sem sé í því að fylgjast með hverjum einasta þingmanni og þingmannsefni. IPAC vinni sína vinnu mjög vel sem felst í því að halda mjög föstum tökum á þingheimi og þar með völdum.

Gagnrýni túlkuð sem gyðingahatur

Þá sé ákveðið vandamál ef menn gagnrýni Ísrael, þá séu dregið upp það spil, að þá sé það gyðingahatur jafnvel þó gagnrýnin sé réttmæt og vel rökstudd. Það sé ekki svo að allir gyðingar styðji zíonista heldur séu þetta hinir vel fjármögnuðu gyðingar sem hafi föst tök á bandarísku samfélagi sem eiga til mjög öfluga fjölmiðla þar sem hægt er að beita.

Sveinn Rúnar segist binda miklar vonir við að þær kynslóðir gyðinga sem séu nú að vaxa upp í Bandríkjunum muni hafa jákvæða afstoðu til friðar og vilji setja skýra stefnu gegn hernáminu á Gaza.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila